Fréttir

Ný forysta Einingar-Iðju

Eins  og fram hefur komið var aðalfundur Einingar-Iðju haldinn í gærkvöldi og þar  var m.a kjörinn nýr formaður  og varaformaður.  Eftirfarandi er fengið af  heimasíðu félagsins.

,,Eins og fram hefur komið fór aðalfundur félagsins fram í gær þar sem Björn Snæbjörnsson lét af formennsku eftir 31 ár í formannsstólnum. Anna Júlíusdóttir, sem hefur verið varaformaður, er nýr formaður félagsins og Tryggvi Jóhannson, formaður Matvæla- og þjónustudeildar verður starfandi varaformaður út starfsárið. Tryggvi mun hefja störf á skrifstofu félagsins þann 15. maí nk.

Í lok fundar sagði Anna nýkjörinn formaður félagsins eftirfarandi orð. „Kæru félagar, nú er komið að lokum þessa fundar og langar mig að segja nokkur orð. Að taka við sem formaður í stærsta stéttarfélagi á landsbygginni er stórt verkefni og mikil áskorun. Því vil þakka ykkur traustið.

Þið félagsmenn eruð félagið, ekki formaðurinn og því er mikilvægt að þið séuð í samskiptum við félagið, takið þátt og mætið á fundi. Mín helsta von er að verkalýðshreyfingin sameinist um að standa saman, en með því náum við bestum árangri.

Ég vil þakka frábærri stjórn, starfsfólki og trúnaðarmönnum fyrir mikilvæg störf, síðast en ekki síst vil ég þakka mentornum mínum honum Birni Snæbjörnsyni fyrir farsælt samstarf sem mun halda áfram fram á haust, en ég er afar heppin með það. Einnig vil ég bjóða Tryggva Jóhannsson velkominn til starfa sem varaformaður félagsins.

Ég minni á að skrifstofan  mín er ávallt opin og öllum velkomið að koma og ráða málin.

Fundi er slitið og ég þakka ykkur fyrir komuna.“

.

Lesa meira

Akureyri – Snjó mokað af götum og gangstígum fyrir uþb 105 milljónir króna fyrstu þrjá mánuði ársins.

Kostnaður Akureyrarbæjar við snjómokstur er mikill.  Mikið er lagt upp úr því að ryðja snjó af götum bæjarins, ekki síst strætisvagnaleiðum, tengibrautum og gönguleiðum til og frá skóla enda brýn nauðsyn á.

Lesa meira

Neyðarkall frá Matargjöfum Akureyri og nágrenni

Sigrún Steinarsdóttir hjá Matargjöfum Akureyri og  nágrenni skrifar eftirfrandi á Facebooksíðu Matargjafa.
 
Nû er staðan virkilega slæm hjá Matargjöfum.
Sífellt fleiri eru að sækja um aðstoð og er svo komið að ég hef tekið þá ákvörðun að leggja aðeins 1x inn á hvert bónuskort í hverjum mánuði.
Ég geri mér fulla grein fyrir þvi að 10-15þ á mánuði er ekki mikið en matargjafir geta því miður ekki lagt meira inn í hverjum mánuði.
Lesa meira

Akureyrarbær og Vistorka Samkeppni til að minnka gróðurhúsalofttegundir

Akureyrarbær og Vistorka taka þátt í evrópsku verkefni á vegum EIT Urban Mobility sem felst í eins konar samkeppni um lausnir sem miða að minnkun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum Verkefnið gengur út á að borgir og bæir í Evrópu setja fram áskorun sem staðið er frammi fyrir þegar kemur að vistvænum samgöngum. Akureyri lagði fram áskorun sem tengist hagræðingu og samþættingu almenningssamganga og örflæðis, en með örflæði er átt við létt farartæki undir 500 kg sem eru ætluð fyrir stuttar ferðir í þéttbýli og fara ekki hraðar en 25 km/klst

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga Ný flettisög gjörbyltir möguleikum til viðarvinnslu

„Það vorar snemma og við hlökkum til sumarsins, hjá okkur er fjölmörg verkefni á döfinni sem gaman verður að fást við,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga.

 Á liðnum vetri var gangsett ný og afkastamikil flettisög með öllum þeim besta búnaði sem völ er á. „Þetta tæki mun gjörbylta möguleikum okkar til viðarvinnslu, en við höfum nýtt vetrartímann til að ná tökum á henni, verið að læra inn á hana og sagað mikið magn timburs sem m.a. verður nýtt á leiksvæðum, í brúnargerð, á hjólastígum og eins á útivistarstíginn í Vaðlaskógi.“

 

Lesa meira

Hvar átti að grafa beinin?

Spurt er um bein Jónasar Hallgrímssonar og margt fleira í spurningaþraut Vikublaðsins #5

Lesa meira

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Meirihlutinn lagði fram breytingartillögu við  reglur um fjárhagsaðstoð á fundinum en þær miða að því að aðstoða þá sem höllustum fæti standa.

Lesa meira

Af bogum og flugdrekum Eyrarpúka

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum. 

Lesa meira

Endurvinnslan 100 þúsund dósum skilað inn á einum degi

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga, stöðugur straumur og sem dæmi tókum við á tókum við á móti 100 þúsund einingum á föstudag. Það er næstmesta magn sem við höfum fengið á einum degi,“ segir Indriði Helgason verkstjóri hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Endurvinnslan sér um móttökum allra einnota drykkjarvöruumbúða hér á landi, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. Ísland var fyrsta land í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru umbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 hefur náðst góður árangur í söfnuninni, skilin nálagast það að vera um 90% á ársgrundvelli.

Lesa meira

Aðgegni fyrir alla í hjarta bæjarins

Framkvæmdir komnar vel af stað við sameiginlega lóð kirkju og Bjarnahúss

Lesa meira