Fréttir

Frábært framtak MA-inga

Nemendur í MA söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðavikunni í síðustu viku sem rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag og hann á eflaust eftir að nýtast til góðra verka.

Lesa meira

Íslandsbanki styður áfram við bakið á Völsungi

Líkt og undanfarin ár hafa íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja Íþróttafélagið Völsung í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á morgun 1 apríl

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir  Akureyri þetta ferðatímabil leggst  við Oddeyrarbryggju á morgun en það er Ms Bolette sem áður hét  Amsterdam og kom nokkuð reglulega hingað undir því nafni. 

Lesa meira

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Mýsköpun

Líftæknifyrirtækið Mýsköpun ehf. hefur lokið um 100 milljóna króna hlutafjáraukningu, sem leidd er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Aðrir stórir fjárfestar í þessari hlutafjáraukningu eru Upphaf - fjárfestingasjóður KEA, Jón Ingi Hinriksson ehf. í Mývatnssveit, Jarðböðin og Fjárfestingafélag Þingeyinga.

Lesa meira

Tvær nýjar leikskóladeildir til að mæta aukinni þörf

Talsverð fjölgun hefur orðið á umsóknum um leikskólapláss á Akureyri undanfarin misseri og stór árgangur barna er að komast á leikskólaaldur haustið 2023. Þar af leiðandi stóð sveitarfélagið frammi fyrir því verkefni að fjölga leikskólarýmum í bænum

Lesa meira

Til hvers?

Ragnar Sverrisson kaupmaður skrifar: Nú þykir mér moldin vera farin að fjúka í logninu. Þau tíðindi berast frá bæjarstjórn  Akureyrar að til standi að halda almennan kynningarfund í vor þar sem íbúum bæjarins gefst kostur á að kynna hugmyndir sínar að skilmálum fyrir hugmyndasamkeppni um skipulag Akureyrarvallar...

Lesa meira

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar

Sl. laugardagskvöld fór fram úrslitaleikur í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem  KDN stóð fyrir þegar Þór  og KA mættust i úrslitaleik i Boganum.  Leiknum lauk með sigri KA 3-0.

Lesa meira

Nýr stígur frá Wilhelmínugötu að Hamraafleggjara

Hafist verður handa við að leggja stíg með fram Kjarnavegi  komandi sumar. Hann verður um 600 metra langur og liggur frá Wilhelmínugötu og suður að afleggjaranum við Hamra. Stígurinn liggur vestan við Kjarnagötuna.

Lesa meira

Það er eitt og annað áhugavert í blaði dagsins.

Stígur úr Hagahverfi að afleggjara að Hömrum verður lagður á komandi sumri, leitað að hentugra húsnæði fyrir Lautina, og  Matargjafir á Akureyri og nágrenni fær fyrirspurnir um páskaegg.  Afkoma Kjarnafæðis  Norðlenska á sl. ári var jákvæð og Búnaðarsamband Eyjafjarðar  vill að fólk viti hvaðan matur fólks  kemur.

Lesa meira

Anna María efst á heimslista U21

Anna María Alfreðsdóttir átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery.

Lesa meira