Fréttir

Hlíðaskóli Akureyri - Þemadagar um Afríku

Þemadagar voru haldnir í Hlíðarskóla nýverið og var viðfangsefnið í ár Afríka.  Fjórir hópar voru að störfum og gerði hver þeirra kynningu um sitt land eða sín lönd. Fjölluðu hóparnir um menningu, mat og nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta ásamt því að efna til kahoot spurningakeppni.

Einnig unnu hóparnir listaverk með sýnum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega að því er fram kemur á vefsíðu Hlíðarskóla.

Lesa meira

Í mörg horn að líta hjá Lögreglunni

Um kl 17:30 var tilkynnt um eldsvoða á bæ í Eyjafjarðarsveit, að um væri að ræða eld í útihúsi og að ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang. Í ljós kom að eldur hafi kviknað í heyi fyrir utan útihús. Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði.

Meðan lögreglumenn voru að störfum á brunavettvangi voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð, þar sem þeir höfðu verið við störf. Óku þeir þá fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. 7 aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru 4 slasaðir, 2 fullorðnir og 2 börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg.

Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.

Um kl 18:45 var svo tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu á móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að kalla til lögreglu eða gera aðrar ráðstafanir. Hans er nú leitað og hvetjum við hann til að gefa sig fram. Við þiggjum gjarnan upplýsingar sem þið kunnið að hafa um málið en þeim er hægt að koma til skila í gegn um 1-1-2.

Um kl 19:00 var síðan tilkynnt um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu.

Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur 3 bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram.

Kannski er það helber hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé óheilladagur en svo mikið er víst að sjaldan sjáum við svo mikla ólukku verða á svo stuttum tíma.

Lesa meira

Vilja reglur um símanotkun í grunnskólum Akureyrar

Símanotkun barna og unglinga er mikið rædd  um þessar mundir og á næsta fundi Bæjarstjórnar  Akureyrar munu bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, leggja fram eftirfarandi tillögu til að sporna við notkun síma á skólatíma:

Lesa meira

Bókun 35 og fullveldi íslensku þjóðarinnar

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum? 

Lesa meira

Hátæknibúnaður sem prentar út í plasti og málmi tekinn í notkun hjá N.Hansen á Akureyri

Samherji er umsvifamikið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í kaupum á þjónustu, hvort sem um er að ræða fyrir landvinnslur félagsins eða togaraflotann. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir Eyjafjarðarsvæðið vel þekkt sem þekkingarsetur í haftengdri starfsemi og Samherji leggi áherslu á samvinnu um þróun og hönnun sértækra tæknilausna.

Lesa meira

VMA - Kynntu sér kennslu erlendra nema í Groningen

„Í þessari ferð sannfærðust við um það enn frekar hversu mikilvægt er að stórauka íslenskukennslu sem annars tungumáls. Ég held að það sé öllum ljóst að við verðum að bæta verulega í þessa kennslu á framhaldsskólastiginu,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörndóttir, verkefnastjóri erlendra nema í VMA. Jóhanna, Annette de Vink tungumálakennari og Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verklegra greina í VMA, fóru til Groningen í Hollandi dagana 17. til 24. september sl. þar sem þær kynntu sér hvernig Hollendingar standa að kennslu innflytjenda og hælisleitenda. Ferðin var styrkt af Erasmus+ styrkjaáætlun ESB

Lesa meira

Grafið undan góðu og nauðsynlegu starfi

Verið er að grafa undan góðu og nauðsynlegu starfi Markaðsstofu Norðurlands með því að hætta stuðningi við mikilvægasta verkefnið fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi segir í bókun sem gerð var á stjórnarfund MN en tilefni er það mörg af fjölmennustu sveitarfélögunum á Norðurlandi hafa hafnað beiðni MN um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N.

Lesa meira

Lífræn ræktun á Sólbakka garðyrkjustöð á Ósi í Hörgársveit undanfarin fimm ár

„Það kom aldrei annað til greina hjá okkur en að rækta lífrænt grænmeti. Okkur langaði til að bjóða upp á algjörlega hreina matvöru, þar sem enginn tilbúin áburður er notaður og enginn eiturefni. Við sjáum hins vegar að lífræn ræktun á undir högg að sækja, það eru nánast engir nýir að byrja og endurnýjun er afar lítil. Að rækta lífrænt á Íslandi er mjög krefjandi og við þyrftum ef vel á að vera að geta tækjavætt okkur mun meira,“ segir Sunna Hrafnsdóttir sem ásamt móður sinni, Nönnu Stefánsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara og Andra Sigurjónssyni húsasmið stendur að lífrænni útimatjurtaræktun á jörðinni Ósi í Hörgársveit og gengur stöðin undir nafninu Sólbakki garðyrkjustöð. Sunna útskrifaðist af lífrænni braut Garðyrkjuskólans árið 2018.

Lesa meira

FVSA - Íbúð á Spáni í boði næsta sumar

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, FVSA auglýsti nýlega orlofsíbúð á Spáni fyrir sumarið 2024 og er hún viðbót við aðra orlofskosti félagsins. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á þennan möguleika fyrir næsta sumar, enda markmið okkar að reyna að svara eftirspurn félagsfólks eins og hægt er“ segir Eiður Stefánsson, formaður FVSA.

Lesa meira

Flugsamgöngur til umræðu á Húsavík í dag

Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis hafa fundað stíft með heimamönnum hér norðan heiða í dag. Fundað hefur verið með fulltrúum Framsýnar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og Mývatnsstofu. Auk þess sem aðilar á svæðinu sem koma að byggða- og atvinnumálum hafa verið kallaðir til enda um mikið hagsmunamál að ræða.

Lesa meira