Fréttir

Frá Höfnum Norðurþings

Nú er í gildi appelsínugul viðvörun en spáð er norðvestan og norðan 15-23 m/s í dag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en snjókoma á heiðum, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Reiknað er með að versta veðrið gangi yfir Norðurþing í dag og standi fram yfir miðnætti í kvöld.

Lesa meira

Byggðir í sókn í 10 ár

Í síðustu viku fór fram kjördæmavika og þingmenn voru á ferð og flugi að heimsækja fyrirtæki, fólk og stofnanir. Margt stendur upp úr en sérstaklega ánægjulegt var að taka þátt í afmælismálþingi um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem var haldið á Raufarhöfn. Verkefnið stendur á þeim tímamótum að fagn

Lesa meira

Þingmenn allra flokka í heimsókn á SAk í kjördæmaviku

Á fimmtudag í síðustu viku tók forstjóri SAk auk hluta framkvæmdastjórnar á móti fríðum flokki þingmanna Norðausturkjördæmis. Þingmenn allra flokka voru í svokallaðri kjördæmaviku en þá fara þeir um kjördæmið og kynna sér málefnin frá fyrstu hendi.

Lesa meira

Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur-Met slegin í júlí og ágúst

Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst. Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk.

Lesa meira

HSN-Árlegar bólusetningar að hefjast

Árlegar bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hefjast hjá HSN eftir miðjan október.  Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19: 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.

  • Barnshafandi konur.

  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Tímasetningar á hverri starfsstöð verða auglýstar fljótlega.

Lesa meira

Sprellmót SHA – „ekki bara drykkjukeppni

Föstudaginn 22. september síðastliðinn urðu gestir í miðbæ Akureyrar varir við hóp fólks í hinum ýmsu búningum og í fyrstu héldu eflaust mörg að um dimmiteringuframhaldsskólanema væri að ræða. 

Það var þó ekki svo heldur voru það líflegir háskólanemar sem áttu sviðsljósið og var að ræða Sprellmót Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Í gegnum tíðina hefur Sprellmótið verið vinsælasti viðburður SHA. . Um er að ræða einstakan viðburð í félagslífi HA sem þekkist hvergi annarsstaðar.

Lesa meira

Akureyrarbær Engar úrbætur gegn umferðarhávaða

„Það hafa engar úrbætur verið gerðar af hálfu Akureyrarbæjar varðandi umferðarhávaða, þrátt fyrir að í 10 ár hafi legið fyrir að hávaði á tilteknum svæðum er yfir reglugerðarmörkum,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Lesa meira

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Ógilti þrjár ákvarðanir um efnistöku í Hörgá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar Hörgársveitar og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin sem sneru að afar umfangsmikilli efnistöku úr farvegi Hörgár neðan hringvegarins við Krossastaði.

Lesa meira

Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs í nýtt húsnæði

„Þetta er mikil framför og við hlökkum til vetrarins og að geta kynnt íþróttina fyrir almenningi. Við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Alfreð Birgisson há Íþróttafélaginu Akri – bogfimideild sem opnar um helgina nýja aðstöðu við Kaldbaksgötu 2 á Akureyri.

Lesa meira

Snjallstýrð LED götulýsing á Svalbarðseyri

Nýju LED götuljósalamparnir í Borgartúni og Tjarnartúni eru snjallstýrðir. Á þeim eru birtu- og hreyfinemar sem stýra lýsingunni eftir aðstæðum.

Lesa meira