Fréttir

Hlaupið 1. apríl í vitann á Oddeyrarbryggju

Aprílgabb Vikublaðsins þótti takast vel

Lesa meira

Matargjafir - Farið að spyrja um páskaeggin

„Nú þegar líður að páskum eru margir farnir að spyrja hvort Matargjafir fái einhver páskaegg til úthlutunar í ár,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem hefur umsjón með hópnum Matargjafir á Akureyri og nágrenni á facebook.

 

Lesa meira

KA konur deildarmeistarar í blaki

KA konur tryggðu sér rétt í þessu deildarmeistaratitilinn í blaki þegar þær lögðu lið Álftnesinga að velli 3-1 í leik sem fram fór í KA heimilinu. 
Fyrr í vetur hömpuðu KA konur Kjörísbikarmeistaratitlinu og nú er bara einn eftir sjálfur Íslandmeistaratitilinn. Úrslitakeppni um þann titil hefst innan skamms.

Vefurinn óskar KA blakkonum innilega til hamingju. 

Lesa meira

Skipsflak líklega frá 17. öld finnst fyrir tilviljun á botni Oddeyraráls

Vitað er um og hefur verið lengi að nokkuð sunnan við Oddeyrarbryggju er flak af skútu sem sökk á seinni hluta 19. aldar en ekki finnast neinar heimildir um skipskaða á Oddeyrarál hvað þá að um stórskip hafi verið að ræða

Lesa meira

Frábær skemmtun fyrir alla

Hin sívinsæla Buch Orkuganga fer fram á skíðasvæði Húsavíkur á Reykjaheiði 8. apríl nk. Gangan er hluti af mótaröðinni Íslandsgöngur sem eru sjö talsins en um er að ræða viðburði sem ætlað er að auka þátttöku almennings á skíðagönguíþróttinni.

Lesa meira

„Bannað að hanga í sturtunum”

Ingólfur Sverrisson   skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Viljayfirlýsing um könnun á nýtingu glatvarma frá TDK

Í gær var undirrituð viljayfirlýsing milli Norðurorku og álþynnuverksmiðjunnar TDK á Krossanesi um fýsileikakönnun á nýtingu glatvarma frá TDK. Viljayfirlýsingin felur í sér samkomulag um könnun á nýtingu glatvarma með upphitun á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Ráðgjafar á vegum Norðurorku munu því á næstunni búa til skýrslu sem inniheldur frumhönnun, áætlaðan kostnað og mögulega tímalínu verkefnis auk áfangaskiptingar. 

Lesa meira

Trésmiðjan Börkur hættir starfssemi á Akureyri

Öllu starfsfólki Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri var sagt upp störfum í gær  og mun verða skellt i lás í seinasta lagi um mánaðarmótin maí-júni nk.   Starfsmenn Barkar á Akureyri eru 19 talsins.

Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða.  Það var i apríl 2018 að Lyf og heilsa kaupir fyrirtækið en nú er saga Barkar á Akureyri að líða undir lok.

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Á heimasíðu Hríseyjar www.hrisey.is  er að finna skemmtilegan  og líflegan póst, svona nokkurs konar uppgjör við vikuna  sem er að klárast.  Að þessu sinni er þo tvöfaldur skammtur i boði þvi eins og segirhér að neðan  ,, fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga"

Upp er runninn föstudagur og er hann ekki jafn hvítur og hefur verið undanfarið.

Það kyngdi niður snjó í Hrísey síðustu viku og fátt sem minnti á vorkomu. Núna er farið að hlýna, er á meðan er, og farið að sjást í jarðveginn.  

Þið tókuð líklegast eftir því að engar föstudagsfréttir birtust fyrir viku síðan, en fréttaritari lenti í óhappi og átti erfitt með að pikka á tölvu í nokkra daga. Það kemur því tvöfaldur skammtur í dag!

Frá síðustu fréttum hefur ýmislegt gerst í Hrísey. Vegagerðin samndi við Andey um rekstur á Hríseyjarferjunni út árið 2023 og lýsti yfir sérstakri ánægju með hve vel starfsfólk Andeyjar brást við beiðni þeirra. Hægt er að lesa frétt Vegagerðarinnar hér. Vakti lausnin athygli og fjölluðu fréttamiðlar Norðurlands um málið ásamt því að Rúv tók bæði fréttir af Hríseyjarferju og páska fyrir í síðdegisútvarpinu sem heyra má hér á mínútu 35. 

Lesa meira

Frábært framtak MA-inga

Nemendur í MA söfnuðu rúmlega einni milljón í góðgerðavikunni í síðustu viku sem rennur óskipt til Kvennaathvarfsins á Akureyri. Sandra Valsdóttir veitti styrknum viðtöku í dag og hann á eflaust eftir að nýtast til góðra verka.

Lesa meira