Kvartanir vegna umgengni við lóð

Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án númera, hjólbarðar og fleiri lausamunir.
Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án númera, hjólbarðar og fleiri lausamunir.

Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna umgengni um lóð við Hamragerði  á Akureyri. Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án skráningarmerkja, hjólbarðar og fleiri lausamunir.

Málið var til umræðu á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands en lóðarhafi var á liðnu sumri hvattur til að hlutast til um tiltekt á lóðinni.

Þrátt fyrir það hefur ekki verið brugðist við á nokkurn hátt og enn er mikill fjöldi bíla og annarra lausamuna á lóðinni segir í fundargerð Heilbrigðisnefndar sem hefur samþykkt að veita lóðarhafa frest til 20. október næstkomandi  til þess að ljúka tiltekt á lóðinni. Hafi ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt fyrir þann tíma mun nefndin taka ákvörðun um beitingu þvingunarúrræða.

Nýjast