,,Þá fer alltaf allt á hliðina“
,,Fyrsti snjórinn, þá fer alltaf allt á hliðina og við munum ekki horfa mikið upp frá vinnu okkar næstu 10 daga eða svo“ sagði reyndur starfsmaður á einu af dekkjaverkstæðum bæjarins í morgun þegar vefurinn leit við. ,,Þessi törn stendur yfirleitt i 10 daga. Fólk er í dag mun þolinmóðara en fyrr var og það er afskaplega þakklátt þegar búið er að ,,járna“ Aðspurður sagðist hann álíta að 70% settu nagladekk undir, það væri ekki mikil breyting þar á en þó mjakaðist í retta átt, sjálfur keyrði hann ekki um á negldum.
Á vef Vegagerðar má segja að lykilorð yfir færðina frá Eyjafirði og austur til Húsavíkur eða Í Mývatnssveitina séu. : Hálka, hálkublettir, krapi eða snjóþekja.
Við skulum sýna aðgát og haga akstri eftir aðstæðum. Samkvæmt veðurspá er ekki að búast við miklum breytingum á veðri fyrr en á þriðjudag.