Fréttir

Tillaga fulltrúa Framsóknar í bæjarstjórn um símanotkun í grunnskólum

„Þessa dagana er heilmikil umræða um áhrif snjalltækni á börnin okkar en það sem mér finnst skipta mestu máli er að við fræðum börnin okkar um virkni þessara miðla og að við kennum þeim að horfa á innihald þeirra með gagnrýnum augum,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar.

Lesa meira

Öldungaráð skorar á Akureyrarbæ

Öldungaráð á Akureyri hefur skorað á fræðslu- og lýðheilsunefnd bæjarins að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks. Hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera. Rætt var um hádegismat fyrir eldra fólk í félagsmiðstöðunum Birtu og Sölku á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira

Nýr námshópur í kvöldskóla í húsasmíði í VMA

Nýr námshópur hóf nám í húsasmíði í kvöldskóla við VMA nú í haust. . Þetta er annar hópurinn sem hefur nám í kvöldskóla í húsasmíði við skólann en fyrsti hópurinn hóf nám sitt haustið 2021 og brautskráðist síðastliðið vor.

Lesa meira

Heimsóttu samstarfsskóla í Finnlandi

Tónlistarskóli Húsavíkur fór haustið 2022 af stað með afar áhugavert verkefni sem miðar að því að gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir. Verkefnið er að finnskri fyrirmynd en mjög góð aðsókn hefur verið í námið

Lesa meira

NÝTT UPPHAF -Það er okkar að fljúga

Nýtt Upphaf auglýsir eftir 11 einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju sem aldrei áður hefur verið framkvæmt á Íslandi  

Lesa meira

Flug Icelandair til Keflavíkur endurvakið

Fyrstu farþegum í alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar var í morgun boðið upp á léttar kaffiveitingar á Akureyrarflugvelli. Alþjóðatengingin stendur til boða á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Með fluginu verður auðvelt að tengja við fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. 

Lesa meira

Alltumlykjandi innsetning á myndlistarsýningu Aðalsteins

Aðalsteinn Þórsson hefur opnað sýningu í Deiglunni.

Lesa meira

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps Fossbrekka og Safnasafnið hlutu umhverfisverðlaun

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hefur veitt umhverfisviðurkenningar  fyrir snyrtilegar lóðir í sveitarfélaginu.  Ákveðið var að veita annars vegar fyrirtæki og hins vegar lóð einstaklinga viðurkenningu að þessu sinni. Sveitarstjóri og formaður Umhverfis- og atvinnumálanefndar afhentu viðurkenningar.

Gígja Kjartansdóttir Kvam og Roar Kvam í Fossbrekku hlutu umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir snyrtimennsku, fallega og vel hirta lóð. „Það er alltaf snyrtilegt heim að líta í Fossbrekku, byggingum vel við haldið og ræktarlegur trjágróður myndar fallega og stílhreina umgjörð um garðinn og heimilið,“ segir í umsögn um Fossbrekku á vefsíðu Svalbarðsstrandahrepps.

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir Safnasafnið. „Umgjörð og aðkoma að safninu og umhverfi þess er snyrtileg, húsakosti vel við haldið, sem og lóð og garði. Listaverk og gróður setja skemmtilegan stíl á umhverfið og ramma inn starfsemi safnsins.“

Lesa meira

Ályktanir frá Kjördæmaþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.

Lesa meira

Bjóða Eyjafjarðarsveit að kaupa hlut þess í félaginu

Meirihluti stjórnar Norðurorku, Hlynur Jóhannsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Þórhallur Jónsson, töldu rétt að bjóða Eyjafjarðarsveit að Norðurorka kaupi hlut þeirra í félaginu beri sveitarfélagið ekki traust til félagsins. Sif Jóhannesar Ástudóttir og Hlynur Örn Ásgeirsson sem einnig sitja í stjórn Norðurorku tóku ekki undir bókunina og töldu réttara að taka frekara samtal um málið.

Lesa meira