Fréttir

Álkulegur fugl og JaJa Ding Dong

Nú er komið að Spurningaþraut #6

Lesa meira

Akureyri - Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla fyrr í dag þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar.

Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Valur Darri Ásgrímsson, nemandi í Brekkuskóla og Tónlistarskólanum á Akureyri sem flutti Distant Bells eftir Streabbog. Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, afhenti síðan viðurkenningarnar til nemenda og starfsfólks.

Viðurkenningar hlutu:

  • Amelia Anna Söndrudóttir Dudziak, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera jákvæð, metnaðarfull, sýnir seiglu og þrautseigju
  • Anna Kristín Þóroddsdóttir, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandaða framkomu, hjálpsemi og metnað í námi
  • Bergrós Níelsdóttir og Kolfinna Stefánsdóttir, nemendur í Giljaskóla, fyrir að sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika í skólastarfi
  • Birkir Orri Jónsson, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi störf á sviði félagsmála
  • Elvar Máni Gottskálksson, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvætt viðmót
  • Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín 
  • Helena Lind Logadóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað, þrautseigju, vinnusemi og hjálpsemi
  • Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér
  • Ísold Vera Viðarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir samskipti og viðleitni gagnvart samnemendum sínum og starfsfólki
  • Kevin Prince Eshun, nemandi í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur í ÍSAT (Íslenska sem annað tungumál) 
  • Vilté Petkuté, nemandi í Lundarskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju
  • Anna Lilja Hauksdóttir, Síðuskóla, fyrir fagmennsku í starfi sem þroskaþjálfi 
  • Astrid Hafsteinsdóttir, Giljaskóla, fyrir kennslu í textílmennt 
  • Bergmann Guðmundsson, Giljaskóla, fyrir jákvæðni, greiðvirkni og þjónustulund 
  • Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf
  • Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Rúnar Már Þráinsson, Brekkuskóla, fyrir fjölbreytta og skapandi starfshætti og umhyggju fyrir nemendum
  • Elfa Rán Rúnarsdóttir, Lundarskóla, fyrir vellíðan í námi, leik og starfi
  • Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla, fyrir fagmennsku og stuðning við kennara
  • Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi
  • Marzena Maria Kempisty, Naustatjörn, fyrir að vera framúrskarandi kennari/deildarstjóri
  • Ólafur Sveinsson, Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti 
  • Ragnheiður Ólafsdóttir, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi ævistarf
  • Salbjörg J. Thorarensen, Glerárskóla, fyrir helgun í starfi
  • Sveinbjörg Eyfjörð Torfadóttir, Tröllaborgum, fyrir áralangt yfirburðastarf sem kennari og deildarstjóri
  • Veronika Guseva, Síðuskóla, fyrir að vera framúrskarandi starfsmaður 
  • Vordís Guðmundsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku í starfi á unglingastigi og að vera einstakur kennari
  • Ágústa Kort Gísladóttir, Kjartan Valur Birgisson, Leó Már Pétursson og Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, nemendur í Brekkuskóla, fyrir verkefnið Skólablaðið Skugginn: Frumkvæði, dugnað, sköpunarkraft og sjálfstæði
  • Kiðagil – Heimur og haf, fyrir frábært verkefni unnið í samvinnu við barnamenningu á Akureyri

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Anna Júlíusdóttir nýr formaður Einingar-Iðju Tekst full af eldmóði á við stór, krefjandi verkefni sem framundan eru

„Það eru mörg,  stór og krefjandi verkefni framundan sem takast þarf á við, en ég er full af eldmóði og hef mikinn áhuga fyrir verkalýðsmálum. Ég brenn fyrir því að vinna að bættum hag verkafólks og að staða þess verði sem allra best,“ segir Anna Júlíusdóttir nýkjörinn formaður Einingar Iðju sem starfar á Eyjafjarðarsvæðinu, frá Siglufirði og að Grenivík. Félagsmenn eru um 8 þúsund talsins og er félagið stærsta verkalýðsfélagið á landsbyggðinni.

Lesa meira

Ódýrara að trukka öllu suður en það er ekki umhverfisvænt

„Það er dýrt að taka við gleri og því reynum við af öllum mætti að taka ekki inn annað gler en það sem er í skilakerfinu,“ segir Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Fyrir utan umstang við að taka við óskilagjaldskyldu gleri, flytja það og brjóta tók ný gjaldskrá gildi hjá Akureyrarbæ í febrúar. Nýja gjaldskráin er mun hærri en sú sem áður var í gildi, hækkaði úr rúmum 6 krónur á kíló upp í 75 krónur.

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í 1 maí hátíðarhöldum á Akureyri

Mjög góð þátttaka var i hátíðarhöldum dagsins á Akureyri . Á heimasíðu Einingar Iðju segir:. ,,Fjölmenni safnaðist saman  á Akureyri í dag til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Einnig var góð mæting í kaffiveislu á skrifstofu stéttarfélaganna í Fjallabyggð. 

Lesa meira

Risakýrin Edda í Eyjafjarðarsveit

Verklokum við smíði  Eddu var fagnað innilega í dag.  Óhætt er að segja að Beate Stormo og aðstoðarfólk hennar hafa náð að skapa glæsilegt listaverk sem mun verða til prýði um komandi framtíð. Kýrin verður kennileiti í sveitarfélaginu enda mjólkurframleiðsla þar óvíða meiri á Íslandi.  Það er Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem stóð að þessari smíði, verkið hófst snemmsumars árið 2021.

Nánar verður fjallað um verkefnið í næsta tbl Vikublaðsins.

Lesa meira

„Við skulum heldur aldrei gleyma því fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér"

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem að þessu sinni fara fram á Fosshótel Húsavík. Hátíðarhöldin hófust kl. 14:00 með því að Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti barátturæðu dagsins sem lesa má hér að neðan.

Ágætu gestir.

Mig langar að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á 1. maí hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur hér í dag. Kjörorð dagsins er að þessu sinni réttlæti, jöfnuður og velferð, sem er í raun leiðarstefið í allri verkalýðsbaráttu. Dagurinn er ekki bara minningarhátíð um horfna daga, hann er einnig baráttudagur og alþýða manna um heim allan kemur saman til að minna á nauðsyn samstöðu. 

Lesa meira

Krefjandi og annasöm ár en alveg frábær

„Þetta hafa verið frábær ár og ef ég mætti velja hvort ég mundi fara aftur í þetta starf myndi ég hiklaust segja já,“ segir Björn Snæbjörnsson fráfarandi formaður Einingar-iðju. Hann lét af störfum formanns félagsins á aðalfundi fyrr í vikunni, en næsta mánudag, á sjálfan verkalýðsdaginn, 1. maí eru 41 ár frá því hann hóf störf hjá Verkalýðsfélaginu Einingu. Hann fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu. Björn mun starfa á skrifstofu félagsins fram á haust.

Lesa meira

1. maí: Samherji í 40 ár á Akureyri 01.05.2023

Nákvæmlega 40 ár eru í dag liðin frá því togarinn Guðsteinn GK 140 sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir félagið til Akureyrar. Hófst þar með saga félags, sem hefur frá þeim degi dafnað og vaxið í að vera eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, með rekstur í útgerð, landvinnslu, fiskeldi og sölu sjávarafurða.

Lesa meira

Fyrsti heimaleikur!

Þá er boltinn byrjaður að rúlla hjá stelpunum okkar í Þór/KA. Eftir flott undirbúningstímabil þar sem stelpurnar lögðu mikið á sig til að vera sem best undirbúnar fyrir tímabilið hófum við leik í Garðabænum á miðvikudaginn. Sterk byrjun í slyddunni og frábær úrslit hjá liðinu. Það er alltaf gott að byrja tímabilið á sigri.

Lesa meira