Fréttir

Samþykkt að kynna tjaldstæðisreit

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að kynna hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldstæðisreit. Kynningargögn voru lögð fram á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um aukið samstarf og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst undirrituð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað viljayfirlýsingu ásamt Elínu Díönnu Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri og Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, um að hefja formlegar viðræður um samstarf og mögulega sameiningu háskólanna. Viðræðurnar munu felast í fýsileikagreiningu á því hvaða samruna- eða samstarfsform henti best til að tryggja áframhaldandi starfsemi skólanna beggja með aukin gæði þeirra að markmiði. Skólarnir tilnefna báðir þrjá aðila í viðræðurnar sem leiddar eru af Aðalsteini Leifssyni, fyrrverandi ríkissáttasemjara.

Lesa meira

MÖMMUR OG MÖFFINS GÁFU FÆÐINGARDEILD RÍFLEGA 1,2 MILLJÓNIR KRÓNA

Fulltrúar í söfnuninni Mömmur og möffins komu færandi hendi á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri með afrakstur bollakökusölu í Lystigarðinum um verslunarmannahelgi. Að þessu sinni safnaðist 1.228.000 krónur og hefur upphæðin aldrei verið hærri

Lesa meira

Ný bók - Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Á næstu dögum kemur út bókin Brýrnar yfir Eyjafjarðará eftir Arnór Blika Hallmundsson.

Efnistök bókarinnar hljóta að teljast nokkuð nýstárleg en hér er Eyjafjarðará fylgt eftir í máli og myndum á tæplega 50 blaðsíðum. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefnið brýr sem spanna fljótið Eyjafjarðará  og er stiklað á milli þeirra ellefu brúa, sem nú liggja yfir ána. Lesandanum er fylgt meðfram Eyjafjarðará frá upptökum til ósa þar sem hverri brú er eignaður einn stuttur kafli.  Hver brú fær 2-3 blaðsíður þar sem birtast myndir af brúnum ásamt stuttu söguágripi um þær í bland við fróðleikskorn um nánasta umhverfi þeirra.  

  

Lesa meira

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Engum á þeim bæ virðist hafa dottið í hug að ræða þessa tilfærslu við almenning og kanna undirtektir við svo róttæka breytingu. Nei, bara gefin út tilkynning í kanselístíl um að „vér höfum ákveðið “ og svo framvegis.

Lesa meira

Sundlaugar á Akureyri Um 2% aukning í aðsókn fyrstu 8 mánuði ársins

„Veður hefur alltaf mikil áhrif á aðsókn hjá okkur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar.

 

Lesa meira

Fyrsti námshópur í heilsunuddi í VMA

Heilsunudd er ný námsbraut sem var ýtt úr vör við VMA núna á haustönn. 

Lesa meira

Dekurdagar haldnir í 15 sinn

Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.

Lesa meira

Vaxandi áhyggjur eldri borgara af kjara- og húsnæðismálum

„Það er augljóst að áhyggjur okkar félagsmanna af sínum kjörum fara vaxandi, vissulega er misjafnt á milli manna hver kjörin eru, en það eru allir sammála um að skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eru óréttlátar og fyrir því finna allir,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Félagið hélt á dögunum fund um kjaramál og var mæting einkar góð, um 200 manns mættu til að hlýða á framsögur og taka þátt í umræðum. Stofnaður hefur verið kjarahópur innan félagsins sem vinna á að bættum kjörum eldri borgara á svæðinu en mikilvægt þykir að rödd eyfirskra eldri borgara heyrist í umræðunni um málefni þeirra.

 

Lesa meira

Leikskólapláss fyrir öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri

Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri á Akureyri eru komin með leikskólapláss. Sá áfangi náðist með því að opna tvær nýjar leikskóladeildir í tveimur grunnskólum í bænum, Síðuskóla og Oddeyrarskóla. Næstu skref í uppbyggingu leikskóla í bænum er bygging nýs leikskóla í Hagahverfi.

Um næstu áramót tekur í gildi ný gjaldskrá sem felur m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla með tekjutengingu á það sem umfram er. Tíminn frá kl. 8 til 14 verður gjaldfrjáls auk þess sem gjald fyrir alla dagvistun innan átta tíma lækkar.

Lesa meira