Samið á ný við Tónræktina
Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks
Í dag var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks
Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa sendu öllum sjómönnum sem starfa hjá félögunum sokka sem Krabbameinsfélagið selur í tengslum við Mottumars.
Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma
Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa
Tekjur af rekstri sameinaðs félag Kjarnafæðis Norðlenska jukust um 15% á milli áranna 2021 og 2022 og batnaði afkoma samstæðunnar sem auk móðurfélagsins inniheldur dótturfélögin Norðlenska matborðið og SAH Afurðir.
Hagnaður af rekstri var 178 milljónir króna eftir skatta samanborið við 152 milljóna króna tap árið 2021. Aðalfundur Kjarnafæðis Norðlenska var haldinn nýverið þar sem þetta kom fram. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 699 milljónir króna samanborið við 123 milljónir króna árið 2021. Ársverk 2022 voru 302.
Ungmennafélagið Narfi í Hrísey, sem er eitt af 21 aðildarfélagi innan ÍBA, hlaut viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Í síðustu viku komu fulltrúar Bandalags íslenskra skáta í heimsókn í Norðurþing
Á laugardag fór fram Artic cat snocross Tindastól, keppnin var sú fjórða af fimm og því margt í húfi fyrir þá sem keppa til íslandsmeistaratitils. Mjóu mátti muna í öllum flokkum og því mikið í húfi fyrir keppendur. Veðrið var ekki eins og á var kosið fram eftir degi en svo rættist úr því eins og leið á keppnina. Krakkakeppni fór fram þar sem keppendur sýndu sínar bestu hliðar og nutu þess að taka þátt í snocrosskeppni
Samþykkt hefur verið að ganga til samninga við Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf um uppbyggingu á lóðinni númer 3 til 7 við Norðurgötu. Þrjár tillögur bárust, allar frá Trésmiðju Ásgríms sem er lóðarhafi á umræddri lóð.
Fimmtudaginn 23. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!
Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska, meðlæti frá Innes og hægt var að kaupa sér drykki á barnum.