Fréttir

Mun unga fólkið okkar fjárfesta í húsnæði í Móahverfi?

Akureyrarbær auglýsir nú útboð lóða í fyrsta áfanga Móahverfis og fagna ég því að sjá þar birtast áherslur Framsóknarfólks í húsnæðismálum. Í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga þar sem kveðið er á um að 30% húsnæðis eigi að vera hagkvæmt húsnæði eru sett skilyrði um að 20% af þeim íbúðum sem byggðar verði í fjölbýlishúsnunum eigi að falla undir skilmála hlutdeildarlána.Eins og sakir standa þá eru forsendur lánanna reyndar brostnar hér á Akureyri vegna gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði.  Hins vegar er í gangi endurskoðun á skilmálum hlutdeildarlána og mikilvægt að henni verði lokið sem fyrst.

Lesa meira

Nýr Björgunarbátur á leið til Húsavíkur

Báturinn er 11 metra af gerðinni Rafnar Sjöfn 

Lesa meira

Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði

Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi.

Lesa meira

Glænýtt Vikublað kemur út í dag

Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins.

Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar.

Lesa meira

List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!

Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.

Lesa meira

Fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar

Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla

Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023.

Lesa meira

Dagskráin

Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag.   Öxnadalsheiðin er ófær  og  óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina.

 

 

Lesa meira

Akureyri Rúmlega 2600 börn nýttu frístundastyrk í fyrra

Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins.  

 

Lesa meira

Fjársjóður í myndum Péturs

Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.

Lesa meira