Fréttir

Vel heppnað kótilettukvöld KAON

Fimmtudaginn 23. mars hélt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Kótilettukvöld í tilefni Mottumars, til styrktar félaginu.Viðburðurinn var haldinn á Vitanum mathús og heppnaðist mjög vel, takk kærlega fyrir komuna öll sem eitt!   

Boðið var upp á kótilettuveislu með kótilettum frá Kjarnafæði Norðlenska, meðlæti frá Innes og hægt var að kaupa sér drykki á barnum.

Lesa meira

Sögufrægt skip í viðgerð

Varðskipið Þór kom til Akureyrar  í morgun með hið sögufræga  skip Maríu Júlíu í í togi en ætlunin er að María Júli sem varð- og björgunarskip í eigu Landhelgisgæslunnar frá árinu 1950 til 1969. María Júlía var eitt að varðskipum okkar sem mættu Breska sjóhernum í fyrsta Þorskastríðinu 1958 1961. 

Lesa meira

Fjall á Langanesi og fleiri spurningar

Spurningaþraut vikunnar #1

Lesa meira

Enginn sótti um lóð við Gránufélagsgötu 22 - Ekki heimilt að rífa skemmu frá 1915 sem stendur á lóðinni

Áhugi fyrir því að byggja á lóðinni við Gránufélagsgötu 22 á Akureyri virðist ekki mikill.  Engar umsóknir bárust þegar Akureyrarbær auglýsti lóðina lausa til þróunar.  Á lóðinni stendur skemma frá árinu 1915 og heimilar Minjastofnun ekki niðurrif á henni. „Ég veit ekki hvað kemur í veg fyrir áhuga á lóðinni en tel að tilvera þessa húss hjálpi ekki til,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi. „Staðsetning hússins á miðri lóðinni er óheppileg.“ Skipulagsráð fól honum að ræða við Minjastofnun Íslands um framhald málsins.

Lesa meira

Um 7.700 bílar í flotanum á komandi sumri og hafa aldrei verið fleiri

Við eigum ekki von á öðru en að árið verði mjög gott, bókunarstaðan hefur aldrei verið betri miðað við árstíma. Árið í fyrra var það besta sem við höfum séð í okkar rekstri og við munum sennilega aldrei ná slíku ári aftur,“ segir segir Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds- Bílaleigu Akureyrar.  „Þetta ár lítur engu að síður vel út, en kostnaður hefur vaxið mjög mikið þannig að við náum ekki sama árangri í ár.  Gangi áætlanir eftir og komi ekkert óvænt uppá þá verður árið mjög gott.“ Fleiri bílar en áður verða í flotanum sem þjónustar ferðalanga á ferðum þeirra um Ísland á komandi sumri, og verður heildarflotinn allt að 7.700 bílar.

Lesa meira

Úrslit ráðast á Kjarnafæðismótinu i fótbolta, allur aðgangseyrir rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum kl. 20:00  í kvöld. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og rennur hann óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar.

Það er alltaf líf og fjör á vellinum þegar þessi félög mætast  og því má búast við góðri skemmtun fyrir lítið fé og ekki er verra að um leið að styrkja starf Krabbameinsfélagsins.

 

 

Lesa meira

Lilja Alfreðsdóttir Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra í heimsókn á Iðnaðarsafnið

Á Facebooksíðu  Iðnaðarsafnsins er sagt frá heimsókn Lilju Alfreðsdóttur  Menningar-viðskipta og ferðamálaráðherra á safnið í gær.

Lesa meira

Sneru vörn í sókn í kjölfar faraldurs

Bókasafnið á Húsavík stendur fyrir Líflegum laugardögum

Lesa meira

Erum við öll nakin?

Ég dáist að fólki sem geislar af sjálfstrausti án drambs og derrings. Fólki sem elskar lífið, horfir í augun á öðrum, gefur sig á tal, spyr frétta, sýnir öðrum áhuga. Þessi framkoma er fátíð og eftirtektarverð. Sífellt fleiri hverfa inn í sjálfa sig, ganga um með lífið í lúkunum (símann), líta varla upp og bíða eftir næstu skilaboðum, myndskeiði sem skiptir þau engu máli. Gerviveröldin er að gleypa okkur fyrir opnum tjöldum. Og fjöldi fólks klappar!

Lesa meira

Jónatan Magnússon tekur við sem nýr þjálfari IFK Skövde

Samkvæmt frétt á heimasíðu KA í morgun hefur Jónatan Þór Magnússon verið ráðin þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Skövde  frá samnefndum bæ í Suðvestur hluta Svíþjóðar.    Skövde er sem stendur í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en alls leika fjórtán lið í efstu deild þar í landi. 

,,Þetta er afar spennandi skref fyrir Jonna en Skövde er afar sterkt lið sem stendur í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð um þessar mundir. Eins og áður segir hefur Jonni stýrt liði KA frá árinu 2019 en hann hefur á sama tíma verið yfirþjálfari yngri flokka KA og KA/Þórs frá árinu 2016 og verið lykilmaður í gríðarlegri uppbyggingu á yngri flokka starfi félagsins en fjölmargir titlar hafa unnist á undanförnum árum á sama tíma og fjöldi iðkenda hefur vaxið mikið."  Segir orðrétt á heimasíðu KA. 

Lesa meira