20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Horft til framtíðar í frysti- og þíðingartækni
Á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu 2. nóvember nk. kynnir Kælismiðjan Frost byltingarkennd skref í kæliiðnaði sem fyrirtækið hefur verið að vinna að síðustu ár. Á ráðstefnunni verður Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts, umsjónarmaður málstofu um þróun í kælitækni þar sem verður farið yfir þróun og stöðu frysti- og kæliiðnaðarins og skyggnst inn í framtíðina í kælingu og frystingu matvæla. Meðal fyrirlesara verða Sigurður J. Bergsson tæknistjóri Frosts sem fjallar um segul- og hljóðbylgjufrystingu, Kristján A. Grétarsson verkefnisstjóri Frosts ræðir um frystingu með stýrðu hita- og rakastigi og Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, ræðir um framþróun í frysti- og þíðingartækni
Segul-og hljóðbylgjufrysting
Á ensku er segul- og hljóðbylgjufrysting „Acoustic Extra Freezing“. Hún hefur verið þróuð af finnska fyrirtækinu AEF sem Frost hefur verið í samstarfi við undanfarin fimm ár. AEF smíðaði tilraunafrysti fyrir Frost sem var fyrst kynntur í bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í júní 2022.
Við hefðbundna blástursfrystingu segir Sigurður J. Bergsson að frumuveggirnir í fiskholdinu springi og frumuvökvinn eigi þannig greiða leið út. Þegar fiskflakið sé þítt upp leki vökvinnút og við það minnki gæði fisksins töluvert. Með segul- og hljóðbylgjufrystingunni segir Sigurður að komið sé í veg fyrir að frumuveggirnir springi og vökvinn fari úr fiskholdinu. Þar með haldist ferskleikinn í vörunni. „Markaðurinn gerir auknar kröfur um ferska frosna vöru og með þessari frystiaðferð teljum við að sjávarútvegurinn geti mætt þeim með framboði á ferskum sjávarafurðum með mun lengri líftíma en mögulegt er í dag,“ segir Sigurður.
Lýsa má segul- og hljóðbylgjufrystingunni sem grænni tækni með háa orkunýtingu þar sem hljóðbylgjum er beitt til þess að stjórna og draga úr uppbyggingu kristallanna í fisk- og kjötholdi. Sigurður segir þessa aðferð bæta frystiferlið og flýta því, hún skili einsleitari og smærri ískristöllum, það hægi á oxunarbreytingum sem leiði til verulega minni skemmda á matvælunum.
Sigurður segir að segul- og hljóðbylgjufrystingin hafi verið prófuð á ýmsum vörutegundum og frumniðurstöður sýniað vara sem fryst er með þessari aðferð bragðist nánast eins og fersk. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að litlir frystiskápar eins og tilraunaskápurinn sem AEF smíðaði fyrir Frost henti vel á t.d. veitingastöðum en hins vegar sé fyrst og fremst horfttil þess að útfæra þessa tækni á stóra frysta fyrir sjávarútveginn. „Það er mitt mat að af því yrði gríðarlegur ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg og samfélagið allt,“ segir Sigurður.
Þessi frystiaðferð er nýjung hér á landi og hún er að mestu óþekkt í Evrópu en lítillega þekkt í Asíu. Á síðasta ári tók Frost þátt í óformlegri tilraun með frystingu á hvítfiski í ÚA á Akureyri með þessari frystiaðferð og nú er hafin umfangsmikil rannsókn sem að standa Kælismiðjan Frost, Matís og sjávarútvegsfyrirtækið Oddi á Patreksfirði þar sem gerðar erutilraunir með frystingu á laxi með segul- og hljóðbylgjufrystingu. Miðað er við að tilraunin taki sex mánuði og því gætu frumniðurstöður legið fyrir um mitt næsta ár. Ætlunin er að fá mynd á á hvernig hljóðbylgjufryst laxaflök bregðist við samanborið við hefðbundna blástursfrystingu og er þá ekki síst horft til áhrifa af slíkri frystingu á vöruna til lengri tíma. „Það verður mjög áhugavert að sjá hvað þessi laxarannsókn með Odda og Matís leiðir í ljós. Gefi húnjákvæðar niðurstöður og við verðum þar með enn sannfærðarium að við viljum þróa þessa tækni áfram tel ég aðsjávarútvegsfyrirtækin verði fljót að taka við sér. Við hjá Frosti höfum lengi unnið með sjávarútveginum og Matís að ýmsum lausnum í bæði hvítfiski og uppsjávarfiski og því er til staðar mikil reynsla og traust. Okkar markmið er að gera enn betur fyrir okkar stærstu viðskiptavini sem eru sjávarútvegsfyrirtækin í landinu,“ segir Sigurður J. Bergsson.
Frysting með stýrðu hita og rakastigi
Í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni ræðir Kristján A.Grétarsson verkefnisstjóri Frosts í Kolding í Danmörku um frystingu með stýrðu hita- og rakastigi.
„Frost hefur í gegnum árin verið að þróa stýringu á sjálfvirka lárétta plötufrysta og við höfum horft til þess hvernig við gætum aukið og jafnað afköst þeirra. Í fyrirtækinu er til staðar sérþekking á því hvernig unnt er að stýra rakastigi, m.a. í frystigeymslum og blásturfrystum. Með samspili þessarar sjálfvirku stýringar á plötufrystunum og stýringu á rakastiginu í umhverfinu náum við mun jafnari og meiri afköstum en við höfum áður séð pr. frystitæki. Með öðrum orðum hámarkar þessi tækni nýtingu þeirrar fjárfestingar sem svona plötufrystir er, það næst einsleitari vara út úr frystiferlinu og það verða jafnari afköst frá degi til dags og viku til viku. Til þessa hefur slíkt ekki verið mögulegt. Við höfum lengi verið að prófa þessa tækni og niðurstöður úr þessum prófunum hafa farið langt fram úr okkar væntingum.
Innan Kælismiðjunnar Frosts er áratuga þekking á plötufrystum á allflestum kælimiðlum sem hafa verið notaðir til þessa og fram hafa komið ýmsir annmarkar við mismunandi kælimiðla. Til dæmis eru miklir kostir með tilkomu CO2 sem kælimiðils en honum fylgja líka nýjar áskoranir. Við höfum gert ýmsar rannsóknir og prófanir á þessu og höfum fengið alþjóðlegt einkaleyfi sem snýr að því að jafna afköst innan hvers plötufrystis.
Að öllu samanlögðu tel ég að Frost hafi tekið mörg skref í rétta átt á undanförnum árum og þegar þau eru dregin saman með stýringu á rakastiginu í umhverfinu erum við að ná afköstum í frystingunni sem ekki hafa sést áður. Stóri ávinningurinn af þessu fyrir sjávarútveginn verður að á t.d. uppsjávarvertíð verða afköst og nýting frystitækjanna jafnari og betri sem skilar auknum verðmætum,“ segir Kristján A. Grétarsson.
Mikill ávinningur af betri frystitækni
Í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni ræðir SæmundurElíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, um nýlega þróun á iðnaðarlausnum í frystingu og þíðingu sem felst m.a. í notkun háþrýstings, hljóðbylgja, rafsegulbylgja (t.d. útvarps- og örbylgjur), o.fl. Þessar mismunandi aðferðir segir Sæmundur að geti nýst samhliða hefðbundnari frysti- og þíðingaraðferðum (s.s. loftblástur eða ídýfa í vökva) til þess að örva ferlið og ná fram auknum hraða og viðhalda betri gæðum. Einnig fer Sæmunduryfir ávinning af betri frystitækni, s.s. aukin afköst, orkusparnað, aukið geymsluþol, aukin afurðagæði og betri nýting.
Fréttatilkynning frá Kælismiðjunni Frosti
27. október 2023