Fréttir

Una Torfa syngur ljúfsár lög um ástina í Hofi

Söngvaskáldið Una Torfadóttir heldur magnaða tónleika í Hofi í boði Listasumars fimmtudaginn 29. júní kl. 17.

Lesa meira

Ný stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

elma Dögg Sigurjónsdóttir formaður og Arna Jakobsdóttir varaformaður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu

Lesa meira

Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar Athyglisverð uppbygging og jákvæð mynd

Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir á Völlum í Svarfaðardal hlutu hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2022, en þau voru afhent nýlega. Verðlaunin fengu þau fyrir athyglisverða uppbyggingu á bújörð þar sem hefðbundinn búskapur hafði verið lagður niður og fyrir að gefa jákvæða mynd af samfélaginu.

Lesa meira

25 ár frá því að fjarkennsla hófst við Háskólann á Akureyri

HA hefur sannað að unnt sé að veita hágæða nám með þessum hætti

Lesa meira

Kallið mig Ishmael

Hvalir eru þemað í spurningaþrautinni að þessu sinni

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir HFA tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina.

Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í hjólreiðum,  margfaldur Íslandsmeistari og Íþróttakona Akureyrar 2022, gerir það svo sannarlega ekki endasleppt.

Lesa meira

Mikilvægt að fjölga leiguíbúðum

„Mikilvægt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum á viðráðanlegu verði þar sem töluverður fjöldi er á biðlista,“ segir í bókun frá fulltrúum S-V- B og F lista í Velferðarráði en þar vísuðu þeir í lista frá síðustu áramótum. Á fundi ráðsins var lagt fram til kynningar minniblað frá því í byrjun júní með stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar, útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.

“Biðtími er óásættanlegur og mikilvægt er að gert verði ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu á félagslega húsnæðiskerfi Akureyrarbæjar í næstu fjárhagsáætlun. Enda væri það í samræmi við þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í húsnæðisáætlun sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn,“ segir enn fremur.

Lesa meira

Skjálfandaflói fullur af hval og stefnir í gott sumar

Vertíð ferðaþjónustunnar á Húsavík fer vel af stað

Lesa meira

Litli Leyningshóladagurinn er á morgun sunnudag

Skógræktarfélög á Íslandi standa fyrir viðburðum nú um helgina undir merkjum Líf í lundi . Beggi og Billa munu leiða skógar/pöddugöngu þar sem skordýragildra verður vitjað og flottasti lerkiteigur Eyjafjarðar skoðaður.

Lesa meira

Fallið frá viðbyggingu við íþróttahöllina fyrir Frístund

Bygging nýs húsnæðis undir Frístund og félagsmiðstöð á Húsavík er nú í uppnámi en áform um að byggja nýtt húsnæði við Íþróttahöllina hafa verið slegin út af borðinu eftir athugasemdir frá aðstandendum arkítekts

Lesa meira