Fréttir

Fleiri gestir og meiri tekjur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Unnið er að undirbúningi sumaropnunar fyrir útivistarfólk í Hlíðarfjalli þessa dagana. Stefnt er að því að opna hjólagarð þegar aðeins er liðið á júlímánuð og verður hann opin fram í september. Farið verður í umfangsmikla og kostnaðarsama viðhaldsvinnu í sumar, meðal annars við Fjarkann og Fjallkonuna. Einnig verður nýr vír settur í Stromplyftuna, gírabúnaður endurnýjaður í Hjallabraut og svo mætti áfram telja. Þar fyrir utan er tímabært að ráðast í ýmsar framkvæmdir og endurnýjun á húsakosti svæðisins.Viðamesta framkvæmd sumarsins á skíðasvæðinu er bygging nýrrar vélageymslu, reisulegs stálgrindarhúss, og eru áætluð verklok 2024

Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna sína Vegamót í Hofi

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er. 

Lesa meira

Ég er enginn royalisti

Egill P. Egilsson skrifar um óminni æsku sinnar

Lesa meira

Stærstur hluti starfsemi HSN flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót

Stærstur hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót, heimahjúkrun verður áfram í núverandi húsnæði við Skarðshlíð og sálfélagsleg þjónusta og geðheilsuteymi flytja í Hvannavelli 14.  Unnið er að því að finna húsnæði fyrir þann hluta yfirstjórnar sem er á Akureyri.

Lesa meira

Skrifað undir viðbótarsamning um uppbyggingu á KA-svæðinu

Í hádeginu í dag var skrifað undir viðbótarsamning milli Akureyrarbæjar  og KA  vegna uppbyggingar á KA svæðinu.  

Haustið 2019 kom út skýrsla vinnuhóps á vegum bæjarstjórnar Akureyrar um forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja. Í skýrslunni kemur fram að brýnast þyki að reisa hús á félagssvæði Nökkva. Það hefur nú verið tekið í notkun. Frágangur á félagsaðstöðu í Skautahöll Akureyrar var næst í forgangsröðinni en þær framkvæmdir eru vel á veg komnar.  

Uppbygging á nýjum gervigrasvelli og stúku á KA svæðinu var númer þrjú á listanum en samningur um þá uppbyggingu var undirritaður í desember 2021 eins og komið hefur fram. Með undirritun samningsins í dag var tekinn til viðbótar sú framkvæmd sem raðaðist í fjórða sæti í forgangs-skýrslunni frá 2019, það er félagsaðstaða, búningsklefar og æfingaaðstaða á KA-svæðinu.

Lesa meira

FVSA endurgreiðir inneignarbréf í Niceair

Hægt verður að sækja um endurgreiðslu á inneignarbréfum til og með 31. ágúst 2023.

Lesa meira

Halda golfmót í Cuxhaven - Island Tropy

Hjónin Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Húsvíkingar  fram i fingurgóma nú búsett í Cuxhaven í Þýskalandi eru töluvert i golfi i frítíma þeirra .  Þau hafa tvö sl ár staðið fyrir heilmiklu golfmóti,  eiginlega  landsmóti milli Íslands  og Þýskalands.

Lesa meira

Brúin yfir Skjálfandafljót einungis opin fólksbílum-

Brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn verður frá og með 1. júní 2023 einungis opin fólksbílum. Vöru- og fólksflutningabifreiðum verður óheimilt að aka yfir brúna.

Lesa meira

Nýr þáttur í hlaðvarpi Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði.   

Lesa meira

Góð staða á byggingamarkaði

„Staðan er góð, allar vinnandi hendur sem vilja og geta unnið hafa nóg að gera,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar um stöðu mála í byggingariðnaði á Akureyri. Verktakar hafi næg verkefni, en vildu þó gjarnan sjá lengra fram í tímann en raunin er. Heimir gagnrýnir útboðsleið Akureyrarbæjar þegar kemur að lóðaúthlutun og segir þá aðferð ekki gera annað en hækka íbúðaverð.

Lesa meira