Fréttir

Göngu- og hjólastígur í Vaðlareit verður malbikaður

Göngu- og hjólastígurinn í Vaðlareit kom vel undan vetri, á næstu vikum verður hafist handa við að koma rafmagni á stígleiðina og lagningu malbiks.  Í haust er áætlað að hefja vinnu við gerð áningarstaða og koma upp lágstemmdri lýsingu á stígleiðinni.

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu margir nýta stíginn til útivistar.

Lesa meira

Frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár

Vegna umræðu um bann við bleikjuveiðum af smábátum á Pollinum (ósar Eyjafjarðarár) vill Stjórn Veiðifélagsins koma eftirfarandi á framfæri:
 
Veiðifélagið hefur í umræðuþráðum legið undir ámæli um að vinna gegn hagsmunum yngri veiðimanna með umræddu banni en ef nánar er skoðað sést að það eru ósannindi.
Lesa meira

Hvalaskoðun í 30 ár

Hvalaskoðunin á Hauganesi fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið (mjög viðeigandi orð í þessu samhengi) til veislu n.k sunnudag milli kl: 14-17 að Hafnargötu 2 á Hauganesi.

Lesa meira

Styrkja uppbyggingu á færni- og hermikennslu við HA

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, undirrituðu í dag samning um styrk til uppbyggingar færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.

Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.

Lesa meira

Hafist handa við malbikun á nýja flughlaðinu á Akureyraflugvelli í næstu viku

,,Heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fermetrar. Sjálft flughlaðið er 25.000 fermetrar, en með nýrri akbraut sem tengist flugbrautinni og með öxlunum í kringum hlaðið er heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fm. Malbikslagið er tvöfalt og þykktin á því 15 cm þannig að hér er um mjög stóra framkvæmd að ræða. Til samanburðar þá er núverandi flughlað 12.500 fermetrar að stærð, núverandi akbraut út á braut er ekki inni i þeirri tölu. Þannig að hér er um veruleg stækkun að ræða, sem m.a eflir getu Akureyrarflugvallar til að taka á móti mörgum vélum á sama tíma t.d þegar þörf er á vegna varaflugvallahlutverksins.“  Sagði Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og baráttumaður fyrir útbótum á varaflugvellinum á Akureyri.

Lesa meira

Í kvöld Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“

Lesa meira

Kanna fýsileika þess að flytja stjórnsýsluna

-Forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir núverandi húsnæði óhentugt

Lesa meira

Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks

Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja segir að þessi styrkur hafi staðið starfsmönnum til boða frá árinu 2020 og slíkum samningum hafi fjölgað jafnt og þétt, enda um að ræða jákvæðan hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Lesa meira

Skrudduskrúðgangan

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.

Lesa meira