Fleiri gestir og meiri tekjur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli
Unnið er að undirbúningi sumaropnunar fyrir útivistarfólk í Hlíðarfjalli þessa dagana. Stefnt er að því að opna hjólagarð þegar aðeins er liðið á júlímánuð og verður hann opin fram í september. Farið verður í umfangsmikla og kostnaðarsama viðhaldsvinnu í sumar, meðal annars við Fjarkann og Fjallkonuna. Einnig verður nýr vír settur í Stromplyftuna, gírabúnaður endurnýjaður í Hjallabraut og svo mætti áfram telja. Þar fyrir utan er tímabært að ráðast í ýmsar framkvæmdir og endurnýjun á húsakosti svæðisins.Viðamesta framkvæmd sumarsins á skíðasvæðinu er bygging nýrrar vélageymslu, reisulegs stálgrindarhúss, og eru áætluð verklok 2024