Kallið mig Ishmael

Spurningaþraut Vikublaðsins #14

  1. Hvalaskoðun í Eyjafirði og Skjálfandafóla er sívaxandi grein ferðaþjónustunnar en hvaða hval má sjá á myndinni hér fyrir ofan?
  2. Steypireyður er stærsta spendýr jarðar og stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni. Fullvaxnir geta steypireyðir orðið rúmlega 30 metrar að lengd. Þeir geta orðið allt að 150 tonn á þyngd, kvenkynið verður allt að 200 tonn með afkvæmi. En hver er næst stærstur hvala?
  3. Hverrar tegundar var Moby Dick úr samnefndri skáldsögu Hermans Melville frá 19. öld?
  4. Hvalaveiðar hafa um árabil verið afar umdeildar hér við land eins og annarsstaðar. Paul nokkur Whatson er aktívisti sem lengi var einn hataðasti maður Íslands eftir að hann sökkti tveimur hvalveiðiskipum úr flota Hvals hf. árið 1986. Við hvaða aðgerðasinna samtök er Paul yfirleitt kenndur í íslenskum fjölmiðlum.
  5. En hver er forstjóri og eigandi Hvals hf., eina fyrirtækisins sem stundar hvalveiðar við Ísland?
  6. Á Húsavík er starfandi hvalaskoðunar fyrirtæki sem heitir Gientle Giants. Það sem færri vita er að til var hljómsveit með sama nafn sem naut mikillar hylli á 8. áratug síðustu aldar. Frá hvaða landi kom hjómsveitin? Sérstakt hvalastig fæst fyrir að vita nafnið á aðalsöngvara sveitarinnar.
  7. Spánverjavígin er heiti sem haft er um þá atburði sem urðu á Vestfjörðum haustið 1615, þegar allmargir baskneskir hvalveiðimenn voru drepnir í átökum milli þeirra og Íslendinga. Hvað hét sýslumaðurinn sem fór þar fremstur í flokki?
  8. Það er ekki hægt að hafa hvalaþema nema spyrja um frægasta hval sögunnar (Kannski á eftir Moby Dick). Hvalur þessu var fangaður árið 1978 við Íslandsstrendur og seldur til Bandaríkjanna. Hann varð frægur þegar hann lék í bíómyndunum Free Willy en var síðar fluttur aftur til Íslands þar sem hann var undirbúinn undir það að verða sleppt lausum. Hvað hét þessi frægi hvalur?
  9. Á síðasta ári kom út bíómyndin The Whale, eða Hvalurinn. Myndin fjallar reyndar alls ekki um hval heldur stórvaxinn enskukennara. Leikarinn sem túlkaði enskukennarann fékk meira að segja óskarsverðlaun fyrir hlutverkið. Hvað heitir hann?
  10. Lokaspurningin kemur úr skáldsögunni um Moby Dick. Hvað hét skip Ahab skipstjóra?

 


 

 Svör

  1. Hrefna.
  2. Langreyður.
  3. Það ku hafa verið búrhvalur.
  4. Hann stofnaði samtökin Greenpeace og Sea Shepard en það eru þau síðarnefndu sem hann er yfirleitt kenndur við.
  5. Kristján Loftsson.
  6. Hljómsveitin var frá Bretlandi og aðalsöngvari sveitarinnar heitir Derek Shulman.
  7. Ari Magnússon í Ögri.
  8. Hér er að sjálfsögðu verið að spyrja um Keiko
  9. Brendan Fraser
  10. Pequod hét skipið.

Hér er spurningaþraut #13

 Og hér er þraut #15

 

Nýjast