Hópastarf og einstaklingsþjónustu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur
Í síðasta þætti í 1. seríu heilaogsal.is - hlaðvarp, fræða Eva Björg og Marta Kristín hlustendur um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Í síðasta þætti í 1. seríu heilaogsal.is - hlaðvarp, fræða Eva Björg og Marta Kristín hlustendur um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Símenntun HA tekur við námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf frá og með næsta hausti. Skrifað var undir samstarfssamning þar um á dögunum.
Í gær, laugardag, barst björgunarsveitinni Garðar á Húsavík tilkynning um hval á Skjálfandaflóa, sem væri flæktur í veiðarfærum
Sumarnámskeið fyrir náttúruvísindafólk framtíðarinnar
„Við höfum, Grímseyingar óskað eftir því um nokkurt skeið að fá nýja ferju, það er eina vitið og ég trúi ekki öðru en að einhvers staðar í heiminum finnist skip sem getur hentað til ferjusiglinga milli lands og Grímseyjar,“ segir Halla Ingólfsdóttir sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Artict Trip í Grímsey. Ferjan Sæfari hóf siglingar í liðinni viku við mikinn fögnuð en á mánudag kom upp bilun í stýrisbúnaði. Viðgerð tókst og ferjan hóf siglingar á ný.
Ég ákvað að setja nokkur orð um stöðu bleikjunnar við Eyjafjörð. Í fjörðinn falla fimm öflug veiðivötn með mikla bleikjuveiði, árnar sem eru nánast bara með bleikjuveiði eru fjórar, Eyjafjarðará, Hörgá, Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará. auk þessa fjögurra áa er Fnjóská með all nokkra laxveiði auk nokkuð mikla bleikjuveiði.
Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 143. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Veðrið lék svo sannarlega við nýstúdentana og fjölskyldur þeirra.
Karl Frímannsson brautskráði sína fyrstu stúdenta og tímamótin voru fleiri því þetta er fyrsta skiptið sem eru brautskráðir stúdentar af sviðslistabraut.
Alls voru 156 stúdentar brautskráðir.
Dúx skólans er María Björk Friðriksdóttir 9,56 og Helga Viðarsdóttir semidúx með 9,54, báðar voru á heilbrigðisbraut.
17. JÚNÍ
Blóminn springa út og þau svelgja í sig sól,
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag,
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Jóni heitnum Sigurðsyni færir forsetinn,
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall,
með prjáli les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall.
(pent hún les upp ljóð, eftir löngu dauðan kall. )
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Skrúðgöngurnar þramma undir lúðrasveitarleik,
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðannahöld,
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Um kvöldið eru allsstaðar útidansleikir,
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir.
En rigningin bindur enda á þetta gleðigeim,
því gáttir opnast himins og allir fara heim.
:,: Hæ, hó, jibbí, jei og jibbí, jei,
það er kominn 17. júní. :,:
Höfundur texta: Bjartmar Hannesson
Höfundur lags: Haukur Ingibergsson
Hjúkrunarheimili á Húsavík mun rísa eins og upphafleg hönnun gerði ráð fyrir