Fréttir

Leita að litlum vísindamönnum

Rannsóknarverkefni við Sálfræðideild sem rannsakar félagslegt mat ungra barna

Lesa meira

Sigþór Bjarnason Minning

Ein mesta gæfa sem okkur hefur fallið í skaut er að hafa átt Sigþór Bjarnason að nánum vin og samstarfsfélaga í áratugi. Ung kynntumst við þegar hann var ráðinn  pressari í fatagerðina Burkna þar sem lagni hans og útsjónarsemi kom strax í ljós. Allt virtist leika í höndum Danda og fljótt sá Jón M. Jónsson að þarna fór piltur sem hægt var að treysta auk þess sem öllu samstarfsfólkinu leið einkar vel í návist hans. Hann hafði mjög góða nærveru.

Lesa meira

Þúsundir á Akureyri vegna fótboltamóta

N1-fótboltamót drengja var sett á hádegi í dag og stendur fram á laugardag og Pollamót Samskipa fer fram á föstudag og laugardag

Lesa meira

Símenntun og KHA hljóta 60 milljóna króna styrk

Símenntun Háskólans á Akureyri og Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) hlutu á dögunum styrk frá Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál að upphæð 400.000 evra. Titill verkefnisins er Reflecting Economics and Climate Change in Teaching (REACCT) og snýr að vitundarvakningu gagnvart sjálfbærni í kennslu með áherslu á viðskipta- og hagfræðigreinar. KHA og Símenntun leiða REACCT verkefnið sem er til þriggja ára og samstarfsaðilar eru háskólar í Póllandi, Tékklandi, Slóveníu, Ítalíu og Serbíu.

Lesa meira

Hvað ef?

· Hvað ef það er kónguló í skónum mínum?

· Hvað ef ég bakka á staur?

· Hvað ef ég dett?

· Hvað ef allir hlæja að mér?

· Hvað ef lyftan festist?

· Hvað ef ég er að fá hjartaáfall?

· Hvað ef geitungur stingur mig?

· Hvað ef ég geri mistök?

· Hvað ef kjúklingabein festist í hálsinum á mér?

· Hvað ef það eru sýklar á þessu sem ég var að snerta?

· Hvað ef ég hendi óvart 10.000 kalli í ruslið?

· Hvað ef ég ræð ekki við þetta?

 

Lesa meira

Hollvinir SAk komu færandi hendi

Fulltrúar Hollvina færðu barnadeildinni og almennu göngudeildinni góðar gjafir

Lesa meira

Listamannaspjall með Aðalheiði S. Eysteinsdóttur

Á sunnudaginn þann 9. júlí kl. 14 býður Aðalheiður S. Eysteinsdóttir gestum og gangandi að spjalla við sig um yfirstandandi sýningu sína Vegamót.

Lesa meira

Samþykktu heimgreiðslur til að mæta mönnunarvanda á Grænuvöllum

Fjölskylduráð Norðurþings hefur til umfjöllunar starfsemi leikskólans Grænuvalla á Húsavík en leikskólinn stendur frammi fyrir alvarlegum mönnunarvanda. Nú liggur fyrir að ekki er nægt starfsfólk til að taka við nýjum nemendum í lok ágúst. Gripið verði til tímabundinna heimgreiðslna til að mæta vandanum

Lesa meira

Kári í jötunmóð - í júlí

Það er ekki allt tekið út með veðursældinni eins og við Íslendingar ættum að vera farin að þekkja en gleymum jafnharðan

Lesa meira

Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á

Spurningaþraut Vikublaðsins # 15

Lesa meira