Fréttir

Hafdís sigraði í Bláalónsþrautinni

Um helgina fór fram elsta og fjölmennasta fjallahjólakeppni landsins, Bláalónsþrautin. Keppnin fer þannig fram að ræst er í Hafnarfirði og hjólað eftir malarvegum að Bláalóninu um 60 km. leið.

Nokkrir norðlendingar voru  mættir á ráslínu og má þar helst  nefna Íþróttakonu Akureyrar, Hafdísi Sigurðardóttir úr HFA sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki með nokkrum yfirburðum á sínu fyrsta fjallahjólamóti. Það gerði hún þrátt fyrir að hafa þurft að laga sprungið dekk á leiðinni en 13 mínútur liðu þar til  næsti keppandi kom í mark.  

Lesa meira

Verið undirbúin fyrir flugtak

Það er fagnaðarefni að eitt af þeim málum sem varð að lögum á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hafi verið frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um varaflugvallagjald. Í því felst að lagðar eru 200 krónur á flugfargjöld og munu þær renna til uppbyggingar varaflugvalla landsins. Alls er búist við því að gjaldið skili 1,3 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári sem mun nýtast vel í brýna uppbyggingu flugvallanna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

Lesa meira

Rætt við Hauk Svansson í hlaðvarpi um heilsu

Heilsa er flókið hugtak og í þættinum eru ýmsir fletir á hugtakinu ræddir

Lesa meira

Miklar framkvæmdir á og við Grenivík í sumar og næstu misseri

Miklar framkvæmdir eru í gangi á og við Grenivík.  Verður svo í sumar og líklega næstu misseri

Höfði Lodge vinnur nú að gerð hjólastíga í Höfðanum.  Stígagerð er unnin í samráði við sveitarfélagið og verða stígarnir opnir öllum þegar þeir verða tilbúnir.  Áfram verður unnið að stígagerð í fjöllum hér í kring þegar lokið verður við verkið í Höfðanum og gilda mun hið sama, stígar verða opnir almenningi þó Höfði Lodge muni nýta þá fyrir sína starfsemi.

Lesa meira

690 ár í kvenfélagi

Þrjú kvenfélög eru starfandi í Eyjafjarðarsveit og hittust konur innan þeirra á óformlegum en mjög skemmtilegum fundi nýverið. Þar röðuðu konur sér upp eftir því hvað þær höfðu starfað lengi í kvenfélagi. 

Stysti starfsaldur konu sem mætti var þrjú á en þær tvær sem lengst hafa starfað höfðu verið í kvenfélagi í 63 ár. Það voru þær Vilborg Guðrún Þórðardóttir og Guðrún Finnsdóttir, báðar í kvenfélaginu Öldunni. Auk Öldunnar starfa kvenfélögin Hjálpin og Iðunn í sveitarfélaginu

Lesa meira

Samningur um uppbyggingu Vaðlaskógar

Skrifað hefur verið undir styrktar- og samstarfssamning milli Svalbarðsstrandarhrepps og Skógræktarfélags Eyfirðinga en hann mun stuðla að uppbyggingu á innviðum Vaðlaskógar og að bættri lýðsheilsu samfélagsins.Samningurinn er Skógræktarfélaginu dýrmætur og mikil tilhlökkun að starfa með „Ströndungum“ til framtíðar.

Lesa meira

Sterkir menn og gamlir tíkallar - Spurningaþraut #12

Spurningaþraut Vikublaðsins #12

Lesa meira

Skemmtiferðaskip til Hjalteyrar

Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.  

Lesa meira

Bíladagar að hefjast á Akureyri

Bíladagar hefjast á Akureyri á miðvikudag en þeim lýkur formlega á laugardag, 17. júní með bílasýningu og spólkeppni.

Lesa meira

Annað húsið fimm hæðir hitt sjö hæðir

Meirihluti skipulagsráðs hefur lagt til breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1 á Akureyri. Þar voru uppi hugmyndir um að byggja tvö 6 hæða hús.

Lesa meira