Fréttir

Brúnir Gallerí Eyjafjarðarsveit

Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18

Lesa meira

Tvær Pastellur undir Reyniviðnum

Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.

Lesa meira

Þurfa að gera betur í vetur

Segir Örlygur Hnefill Örlygsson um vetrarferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Boðað áætlunarflug easyJet til Akureyrar í haust sé himnasending fyrir þær áætlanir

Lesa meira

Fyrsta opinbera myndin hans Þóris Tryggva

Eins og fram kom í gær var Þórir Tryggvason sæmdur gullmerki Íþróttabandalags Akureyrar ,,fyrir hans óeigingjarna og ómetanlega starf í þágu íþrótta og í kringum íþróttaviðburði á svæðinu” eins og sagði í tilkynningu frá IBA.  ,,Hann hefur tekið myndir af flestum okkar íþróttaviðburðum síðustu 25 árin.”

Lesa meira

Kjölur-Kjarasamningur undirritaðar og verkfalli aflýst

Kjölur stéttarfélag ásamt tíu öðrum aðildarfélögum BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst.

Lesa meira

Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri

Nýtt gagnaver atNorth var vígt að Hlíðarvöllum á Akureyri í gær, að viðstöddu lykilfólki sem kom að undirbúningi,  framkvæmdum og fjármögnun verkefnisins. Bygging gagnaversins gekk vonum framar, en aðeins eru um 11 mánuðir frá því framkvæmdir hófust.

Fyrsti áfangi gagnaversins að Hlíðarvöllum er um 2.500 fermetrar í tveimur samtengdum byggingum og nemur kostnaður við framkvæmdina vel á þriðja milljarð króna. Fullbyggt verður gagnaverið í fimm byggingum, auk þess sem þrjár nýjar skrifstofu- og þjónustubyggingar verða á athafnasvæði atNorth

Lesa meira

Amtsbókasafnið ekki bara bækur

Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.

Lesa meira

Margvíslegt hlutverk bráðamóttöku SAk

Markmið bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. Öllum sem þangað leita er forgangsraðað samkvæmt ESI-kerfi (e. Emergency Severity Index). Markmiðið með forgangsflokkuninni er að meta ástand sjúklinga sem leita á bráðamóttöku fljótt og á kerfisbundinn hátt.

Lesa meira

Þórir Tryggvason heiðraður með gullmerki ÍBA á formannafundi ÍBA þann 8.júní 2023

Formannafundur ÍBA var haldinn í Teríunni í Íþróttahöllinni á Akureyri 8.júní 2023 þar sem saman komu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÍBA ásamt stjórn ÍBA, fulltrúum fræðslu- og lýðheilsuráðs og forstöðumanni íþróttamála á Akureyri. Við fengum til okkar nokkra góða gesti sem fræddu okkur um áhugaverð málefni og verkefni sem framundan eru og loks var Þórir Tryggvason ljósmyndari heiðraður fyrir hans óeigingjarna starf sem ljósmyndari í þágu íþrótta á svæðinu. 

Lesa meira

Rask en kemur okkur til góða

Á heimasíðu Norðurorku eru framkvæmdir sem nú standa yfir í  Löngumýri útskýrðar með einföldum og skýrum  hætti.  Niðurstaðan eftir lesturinn er,  jú rask en kemur okkur til góða.

Lesa meira