Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra Verkefnum fjölgar en óbreytt starfsmannahald
Verkefnum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra hefur fjölgað en skortur er á starfsfólki, starfmannafjöldi hefur verið óbreyttur til fjölda ára.
Verkefnum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra hefur fjölgað en skortur er á starfsfólki, starfmannafjöldi hefur verið óbreyttur til fjölda ára.
Aukinni aðsókn í leikskólann Krummakot verður mætt með því að kaupa húseiningar og reisa úr þeim viðbótarhús við núverandi leikskóla byggingu. Áætlaður kostnaður er um 25 milljónir króna. Verið er að byggja nýjan 1000 fermetra leikskóla í tengslum við Hrafnagilsskóla.
Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar steig fram í Vikulokunum í gær og lagði ríka áherslu á að starfslokasamningur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka yrði birtur strax. Þetta er afstaða þingflokks Framsóknar en í kjölfarið hefur fjárlaganefnd gert slíkt hið sama.
Mikill kostnaður fylgir starfseminni Dýralæknakostnaður vegur þyngst, matur og sandur og nemur kostnaður milljónum. Um 100 manns styðja við starfið með eigandanum.
Langt er síðan jafn margir kettir hafa verið á vergangi á Akureyri og er nú um þessar mundir. Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekur Kisukot – kattaaðstoð á Akureyri segir að kettir haldi sig í þó nokkrum mæli á þremur stöðum í bænum og fer hún á milli og gefur mat. „Við vitum um ketti á þessum þremur stöðum og það þarf að ná þeim, mér sýnist að flestir séu fyrrum heimiliskettir sem enginn gefur sig fram um að eiga,“ segir hún.
Segir Einar Óli Ólafsson, Listamaður Norðurþings 2023
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti ásamt félaga sínum sínum Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi öflugri vefsíðu um veður, www.blika.is Þar velta þeir því fyrir sér í færslu í morgun hvort nýliðinn júní geti hafa verið sá hlýjasti hér frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri í júni var um 12,4°C en er venjulega 9,7°C.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar segir áhyggjuefni að ekki fáist fólk til starfa við stoð- og stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs Akureyrarbæjar í sumar. Skortur á starfsfólki veldur því að skerða þarf þjónustu í sumar, einkum frá byrjun júlí og fram í ágúst. „Það hefur ekki gengið vel að ráða fólk og við erum enn með nokkur stöðugildi sem enginn sækir um, þannig að ljóst er að ekki er hægt að halda úti fullri þjónustu með þann mannskap sem við höfum nú á næstu vikum.“
Þá er júní að líða undir lok. Hann endar blautur og kaldur en var þó að mestu okkur hlýr og sólríkur.
Viðamiklar framkvæmdir eru nú hafnar á svæðinu í kringum kirkjutröppurnar á Akureyri og verður svæðið lokað almenningi fram í október. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.