Fréttir

Laufabrauðið hennar ömmu

Margir eiga það til að mikla það fyrir sér að búa til laufabrauð heima fyrir og kaupa kökurnar því tilbúnar úti í búð. Það er hins vegar mun minna mál að gera þær frá grunni sjálfur en marga grunar og gerir þessa vinsælu jólahefð mun dýrmætari fyrir vikið. Það skemmir svo ekki fyrir að heimagert laufabrauð bragðast nú langoftast mun betur.

 Hráefni

500 g hveiti

40 g smjörlíki

1 msk. sykur

½ tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

2½ - 3 dl mjólk

Steikingarfeiti, hægt að nota laufabrauðsfeiti, palmín-feiti eða blanda því hvoru tveggja saman.

 Aðferð

Mjólk og smjörlíki er hitað saman. Næst er öllum þurrefnum blandað saman og blöndunni hrært saman við smjörlíkið og mjólkina í skál. Þá ætti deigið að vera komið í kúlu. Þá má leggja rakt, heitt viskastykki yfir deigið til að halda því röku.

Því næst er skorinn bútur af deiginu til að fletja út, þykktin fer eftir smekk. Margir vilja hafa kökurnar sem þynnstar. Næst eru kökurnar skornar, gott er að nota disk og skera eftir honum. Stærðin á kökunum fer eftir stærð steikarpottsins.

Lesa meira

Listasýning í útibúi Sparisjóðs Höfðhverfinga í Glerárgötu

Sparisjóður Höfðhverfinga býður upp á listasýningu í útibúi sparisjóðsins að Glerárgötu 36, Akureyri. Sýningin samanstendur af verkum listafólks sem tekur þátt í dagatali sparisjóðanna fyrir árið 2024. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list.

Lesa meira

Sextán rafeindavirkjar

Sextán nemendur þreyttu sveinspróf í rafeindavirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í liðinni viku

Lesa meira

Samningur um skylduskil

Amtsbókasafnið á Akureyri er ein af skylduskilastofnunum landsins.

Lesa meira

Jólaprjónið í ár -Rætt við Kolbrúnu Jónsdóttur um prjónaskap

Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.

Lesa meira

Götuhornið - Bóndi framan úr firði skrifar

Mikið er ég ánægður með að háskólarnir útskrifi mikið af ungu fólki sem hefur mikið vit á allskonar fræðigreinum. Við eigum nóg af viðskiptafræðingum, lögfræðingum, búfræðingum, læknum og hjúkrunarfræðingum og svo eigum við líka allskonar fræðinga í nýjum greinum sem finna upp ný kyn og ný og áður óþekkt vandamál sem nauðsynlegt er að leysa og nota til þess skattpeninga sem nóg er af.  Við eigum meira að segja sprenglærða lögreglufræðinga sem þó komast ekki með tærnar þar sem Palli á Litla-Hóli hafði hælana.

Lesa meira

Metfjöldi umsókna um sérnámsgrunnstöður hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri

Alls sóttu 30 sérnámsgrunnslæknar um pláss á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir námsárið 2024-2025
Lesa meira

Mjög brýnt að hringtorgið komist sem allra fyrst í framkvæmd

Það er mikið öryggismál að setja upp hringtorg á gagnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. Þar er mikil umferð og fjöldi slysa hafa orðið þar. Fyrirhugað hótel sem reist verður skammt frá gatnamótum eykur enn meira á umferðarþunga.

Lesa meira

Yfirgnæfandi líkur á að jólin í ár verði hvít

Hvít jól, rauð jól,  þessi hugsun er  rík meðal fólks á þessum árstíma.   Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason,  Ströndung og veðurfræðing  á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Upp­lýsinga­ó­reiðan í matar­boðinu

„Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“

Lesa meira