Mikilvægt að fjölga leiguíbúðum
„Mikilvægt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum á viðráðanlegu verði þar sem töluverður fjöldi er á biðlista,“ segir í bókun frá fulltrúum S-V- B og F lista í Velferðarráði en þar vísuðu þeir í lista frá síðustu áramótum. Á fundi ráðsins var lagt fram til kynningar minniblað frá því í byrjun júní með stöðu leiguíbúða Akureyrarbæjar, útleigu á árinu og biðlista eftir húsnæði.
“Biðtími er óásættanlegur og mikilvægt er að gert verði ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu á félagslega húsnæðiskerfi Akureyrarbæjar í næstu fjárhagsáætlun. Enda væri það í samræmi við þær áherslur sem þegar hafa verið settar fram í húsnæðisáætlun sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn,“ segir enn fremur.