Litli Leyningshóladagurinn er á morgun sunnudag

Úr Leynishólum
Úr Leynishólum

Skógræktarfélög á Íslandi standa fyrir viðburðum nú um helgina undir merkjum Líf í lundi . Beggi og Billa munu leiða skógar/pöddugöngu þar sem skordýragildra verður vitjað og flottasti lerkiteigur Eyjafjarðar skoðaður. Að göngu lokinni er hægt að skoða pöddurnar frá Leyningshólum í víðsjá og Ingvar okkar Engilberts verður með lítið tálgunámskeið fyrir börnin. Fótbolti verður á staðnum og að sjálfsögðu djús, popp og ketilkaffi en upplagt að taka með sér nesti og köflótta dúkinn Fyrir ykkur sem eigið myndavélar, það er ljósmyndasamkeppni í gangi, vinningar fyrir bestu myndir á landsvísu eru gróðursetningartól ásamt gúrmeplöntum til útplöntunar í boði VORVERK.is . 

Fyrstu verkefni nýstofnaðs Skógræktarfélag Eyfirðinga árið 1930 var að friða skógarleifar sem fundust í firðinum þ.á.m í Leyningshólum og Garðsárgili. Í beinu framhaldi var hafist handa við að planta til skógar á skóglausu landi líkt og td í Vaðlareit sem hýsir Skógarböðin. 

Nýjast