Fréttir

Ný salernisaðstaða á Höfða í Mývatnssveit

Salernisaðstaðan í Höfða var formlega opnuð í vikunni að viðstöddum sveitarstjóra, oddvita, starfsmönnum áhaldahúss, starfsmönnum sveitarfélagsins í Höfða og fulltrúa Umhverfisstofnunar.

Lesa meira

Hverjum tíma fylgir sín skautun

Fimmtánda Ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið var haldin við Háskólann á Akureyri 2. og 3. júní. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár var „Skautun í íslensku samfélagi.“ Ráðstefnan var sú stærsta hingað til með 75 erindum

Lesa meira

Sæfara fagnað við komu til Grímseyjar

Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.

Lesa meira

Flottir dugnaðarforkar í Hlíðarskóla styrktu Krabbameinsfélag Akureyrar

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum ansi skemmtilegan styrk,  en nemendur við Hlíðarskóla á Akureyri ákváðu að styrkja félagið í árlegu áheitahlaupi sem er partur af þemadögum skólans.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Miðasala verður við innganginn.

Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.

Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk.  Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.

Segir i tilkynningu  frá kórnum



Lesa meira

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar, sjötta júní 2023

Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir. 

Lesa meira

Heilsuefling fyrir 60 ára og eldri

Hallgrímur Gíslason skrifar

Lesa meira

Göngugatan verður einmitt það sumarið 2024

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar á Akureyri póstar þessu á Facebook rétt í þessu

Bæjarstjórn samþykkti rétt í þessu að göngatan verði göngugata næsta sumar!!!

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti samhljóða breytingar á verklagsreglum fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr., verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst frá 11 – 19 sumarið 2023. Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kölluð göngugatan, verði lokað alla daga, allan sólahringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður

Lesa meira

Sláttur hafinn á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit

Sláttur er hafinn í Eyjafirði en í dag  hóf  Baldur Benjamínsson bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit, skammt sunnan Akureyrar að slá.

Lesa meira

Chicago hlaut sjö tilnefningar til Grímuverðlauna

Tilnefningar til Grímunnar – íslensku sviðslistarverðlaunanna, voru kynntar í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Söngleikurinn Chicago í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands hlaut sjö tilnefningar.
Lesa meira