Fréttir

Forsíðumynd - Sá glaðasti?

Doppa er 4 ára gömul dalmatíutík sem býr í Grafarvogi. Hún kemur á hverju ári til Húsavíkur til að heimsækja ættingja. Hún hefur mjög gaman að allri útivist og elskar fjallgöngur.  Doppa fór í sína fyrstu ferð upp á Húsavíkurfjall á dögunum, en örugglega ekki þá síðustu.

Lesa meira

Ný lánaviðmið Húsnæðis-og mannvikjastofnunar útiloka líklega bróðurpart eldri borgara frá kaupum

Áform um uppbyggingu ríflega 130 íbúða á vegum Búfestis við Þursaholt eru í uppnámi vegna nýrra lánaskilyrða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Hluta íbúðanna átti að reisa í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri. Með nýjum lánaviðmiðum HMS er ljóst að bróðurpartur félagsmanna, tveir þriðju hlutar, falla ekki undir núverandi tekju- og eignamörk. Mikil óánægja er meðal félagsmanna með þetta útspil HMS. Búfesti er í biðstöðu með framkvæmdir á svæðinu og er þess freistað á HMS til að breyta nýju lánaskilyrðunum.

“Okkur þykir þetta mjög miður,” segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Unnið er að því á vegum félagsins að fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að endurskoða afstöðu sína til verkefnisins, enda segir hann að það sér grundvallaratriði að hagstæðar íbúðir séu í boði fyrir alla félagsmenn, en ekki bara suma.

Félagið hefur í góðri samvinnu við Búfesti unnið að verkefninu við Þursaholt og tekið þátt í hönnun íbúðanna með sérstöku tilliti til þarfa eldra fólks. Búfesti er óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélaga sem á og rekur um 260 íbúðir á Akureyri og Húsavík. Hefur búsetum verið gert mögulegt að eiga 10 til 30% eignarhlut í íbúðunum.

Lesa meira

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu

Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu.

Lesa meira

Kirkjutröppurnar lokaðar fram á haust vegna framkvæmda

Áætluð verklok eru í október

Lesa meira

Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann á Akureyri

Eins og fólki er eflaust i fersku minni seldi Landsbankinn  gamla Landsbankahúsið  við Ráðhústorg s.l. haust.  

Lesa meira

Aðeins fleiri rakadagar í júlí

Veðurspá Veðurklúbbsins í Dalbæ

Lesa meira

Eitt lítið andsvar til forseta sveitarstjórnar Norðurþings

Þorkell Björnsson skrifar

Lesa meira

Strandveiðar

Strandveiðar hafa reynst mikilvæg byggðaráðstöfun Í Norðaustur kjördæmi. Þær breytingar sem gerðar voru á strandveiðilöggjöfinni á síðasta kjörtímabili hafa rýrt hlut svæðisins svo um munar og er nú svo komið að fjöldi sjómanna hafa tekið á það ráð að flytja sig á önnur svæði til þess eins að komast að.

Lesa meira

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

SSNE er að hefja undirbúning áhersluverkefnis Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem snýr að því að fá auknar fjárfestingar í landshlutanum

Lesa meira

Góður gangur hjá Golfklúbbi Akureyrar

Óhætt er að fullyrða að góður gangur sé hjá Golfklúbbi Akureyrar um þessar mundir.  Jaðarsvöllur  hefur að sögn þeirra sem best til þekkja sjaldan eða aldrei verið jafn góður og er óhætt að segja að fólk kunni vel að meta  því mikið er spilað á vellinum þessa dagana og á tíðum komast færri að en vilja.  

Lesa meira