Fréttir

Reynslumiklir skipstjórar samstíga í land eftir 22 ára samvinnu

Skipstjórarnir á Kaldbak EA 1, þeir Angantýr Arnar Árnason og Sigtryggur Gíslason, hafa látið af störfum vegna aldurs. Báðir eiga þeir að baki langt og farsælt starf hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa

Lesa meira

ÁFL konur sýna í Listigarðinum

Í tólfta sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús uppá ljósmyndasýningu við útsvæðið og veitingasöluna í garðinum.
Að þessu sinni takast þær á við vetrarríki, -birtu og form sem fanga augað yfir köldustu mánuðina. Sýning hefst um sjómannadagshelgina og ÁLFkonur tileinka sýninguna íslenskum sjómönnum sem öðrum fremur kljást við vetrarstorma og veðrabrigði í störfum sínum.

Lesa meira

Fréttatilkynning Betadeild heiðrar Helgu Hauksdóttur

Delta, Kappa, Gamma, eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum. Ísland hefur átt aðild að samtökunum síðan 1975 og eru 13 deildir starfandi á landsvísu með um 330 félagskonum. Tvær deildir starfa á Akureyri og er Betadeild önnur þeirra. Verkefni deildarinnar eru margvísleg en árlega styrkir Betadeild m.a. stúlkur til menntunar undir merkjum UNICEF.

Sú hefð hefur skapast í Betadeild að heiðrað konu á starfssvæði deildarinnar fyrir framúrskarandi og markverð störf að mennta- eða menningarmálum. Fyrsta konan var heiðruð á 20 ára afmæli deildarinnar og síðan á fimm ára fresti eftir það. Með þessu vill Betadeild vekja athygli á konum sem vinna að mikilvægum störfum í þágu menningar og menntunar.

Lesa meira

Afskipti af tveimur sem voru að belta pening við verslanir

Lögreglan á Akureyri hafði í gærkvöld afskipti af tveimur karlmönnum af erlendum uppruna, en þeir voru við verslanir í bænum að betla peninga af fólkiundir því yfirskini að þeir væru að safna fé til styrktar heyrnardaufum.

Lesa meira

Hreinsunarátak starfsfólks Norðurorku

 blíðskaparveðri eftir vinnu síðasta fimmtudag tók hópur starfsfólks Norðurorku, auk maka, barna og barnabarna, til hendinni við höfuðstöðvar Norðurorku á Rangárvöllum sem og við dælustöðina í Þórunnarstræti, við aðveitustöðina í Þingvallastræti og við hitaveituna á Laugalandi í Eyjafirði.

Lesa meira

Fjarstæðukennt að starfsfólk sem sinnir sömu störfum séu á mismunandi launum

„Það er fjarstæðukennt að árið 2023 sjái sveitar- og bæjarstjórar ekkert að því að starfsfólk þeirra sem sinna nákvæmlega sömu störfunum séu á mismunandi launum. Það er sárt og erfitt að vita til þess að sveitarfélögin hafi ekkert gert til að hafa áhrif á þessa stöðu og stuðla að gerð réttlátra kjarasamninga,“ segir í áskorun sem samþykkt var á samstöðufundi félagsmanna í Kili sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. 

Lesa meira

Fréttatilkynning - Útilistasýningin „Heimalingar VI"

Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.

Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.

Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.

20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.

Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst. 

Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770

Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.

Lesa meira

Leitin að fullkomnun

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina.Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Lesa meira

Franskar, koggi og maður að nafni Franz - Spurningaþraut #9

Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?

Lesa meira

Fréttatilkynning-Ölgerðin og Egils appelsín eru bakhjarl Einnar með öllu næstu 3 árin

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. Það er  því er ljóst að Egils Appelsín verður á allra vörum næstu þrjú árin.

Lesa meira