Fréttir

Akureyri - Miðhúsabraut lokuð í dag 21. júní og á morgun

Þá er komið það því að malbika þann kafla Miðhúsabrautar sem fræstur var í fyrradag. Þetta þýðir að götunni verður lokað á sama kafla kl. 13 í dag 21. júní og hún verður lokuð fram eftir degi á morgun líka. Lokuninn nær milli hringtorga við Naustabraut og Dalsbraut, hjáleiðir verða um Naustabraut, Naustagötu og Kjarnagötu í Naustahverfi og um Dalsbraut og Þórunnarstræti.

Lesa meira

Áframhaldandi framkvæmdir við Kaupvangsstræti

Endurgerð gönguleiðarinnar yfir Kaupvangsgilið, austan við Kaupvangstorgið (það sem er í daglegu tali stundum kallað KEA-hornið), lauk í síðustu viku. Vegna hátíðarhalda helgarinnar var hlé gert á framkvæmdum en nú er verkið hafið að nýju. Að þessu sinni er það gönguleiðin vestan torgsins sem tekin er upp og endurnýjuð (rauða svæðið á meðfylgjandi skýringarmynd).

Lesa meira

Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.  Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum.  Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.

Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.

Lesa meira

Einar Óli er Listamaður Norðurþings 2023

Einar er nýorðinn þrítugur, hann er fæddur 29. apríl árið 1993 og er Húsvíkingur í húð og hár. Hann er söngvari og lagahöfundur og hefur lokið námi á skapandi braut hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Húsavík auk þess sem hann starfar hjá félagsþjónustu Norðurþings

Lesa meira

Hollvinir SAk halda garðveislu í Lystigarðinum

-í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna

Lesa meira

Rósa Emelía hlýtur Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar

Rósa Emelía Sigurjónsdóttir Menningarverðlaun  Þingeyjarsveitar fyrir árið 2023. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í sameinuðu sveitarfélagi,  en höfðu áður verið veitt í Skútastaðahreppi um árabil.

Lesa meira

María Björk til liðs við Byggðastofnun

María Björk Ingvadóttir mun m.a. hafa yfirumsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum Byggðastofnunar, fréttamiðlun til fjölmiðla og fræðslu til starfsfólks og stjórnenda.

Lesa meira

Stöðva þarf kæfisvefnsrannsóknir á SAk tímabundið

Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og nú er svo komið að gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna nægir ekki til að anna eftirspurn eftir þjónustunni.

Lesa meira

Minjasafnið sér um rekstur Smámunasafnsins út þetta ár

Eyjafjarðarsveit og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning um rekstur Smámunasafnsins út árið. Safnið verður opnað á fimmtudag, 22. júní og verður opið til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags frá kl. 13 til 17.

 

Lesa meira

Hópastarf og einstaklingsþjónustu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur

Í síðasta þætti í 1. seríu heilaogsal.is - hlaðvarp, fræða Eva Björg og Marta Kristín hlustendur um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.

Lesa meira