Fréttir

Tilboð opnuð í sjúkraflug á landinu

Í dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í sjúkraflug á landinu.   Tvö tilboð bárust,  frá Mýflugi upp á kr. 889.110.000,- og frá Norlandair upp á kr. 775.470.929,-  Kostnaðaráætlun  kaupanda er: kr. 857.824.495,-

Lesa meira

Langþráð grenndarstöð sett upp á Húsavík

Sett hefur verið upp grenndarstöð á Húsavík til söfnunar á málmi, gleri og textíl en grenndarstöðin er staðsett við Tún

Lesa meira

Ungmenni bæjarins velta fyrir sér hvort tekjutengja eigi frístundastyrk Reglulega skoðað hvað megi gera betur

„Það er í reglulegri skoðun hjá Akureyrarbæ hvernig hægt er að auka nýtingu frístundastyrksins,“ segir Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála á Akureyri. Ríflega 18% barna og ungmenna nýttu sér ekki frístundastyrki á liðnu ári, en hann nemur 40 þúsund krónum á ári til hvers barns/ungmennis frá 6 til 17 ára og gengur upp í kostnað við íþróttir eða tómstundir sem þau stunda. Heldur fleiri drengir en stúlkur nýta ekki frístundastyrkinni, þeir voru 58% og stúlkur 42%.

Lesa meira

Smíði á líkani af ,,Stellunum“ miðar vel áfram

Eins og fram hefur komið á vefnum verða i haust 50 ár frá því að Útgerðarfélag Akureyringa  festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar eins og þær voru kallaðar voru mikil happaskip og að margra áliti fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur.   

Lesa meira

Hollvinir SAk 10 ára - Gerðu sér glaðan dag í Lystigarðinum

Myndaveisla af hátíðarhöldunum í Lystigarðinum sl. föstudag

Lesa meira

Djákninn á Myrká í norrænu samstarfi?

Nú stendur yfir á Akureyri norrænt vinabæjarmót þar sem ungt fólk frá Ålesundi í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Västerås í Svíþjóð mætast ásamt heimafólki

Lesa meira

Fríið sem gleymdi að byrja

,,Hey, eigum við að fara á fætur? Getum við farið út í skóg? Mig langar svooo mikið að fara að leita að ormum. Eigum við að finna prik?”

Lesa meira

Forsíðumynd - Sá glaðasti?

Doppa er 4 ára gömul dalmatíutík sem býr í Grafarvogi. Hún kemur á hverju ári til Húsavíkur til að heimsækja ættingja. Hún hefur mjög gaman að allri útivist og elskar fjallgöngur.  Doppa fór í sína fyrstu ferð upp á Húsavíkurfjall á dögunum, en örugglega ekki þá síðustu.

Lesa meira

Ný lánaviðmið Húsnæðis-og mannvikjastofnunar útiloka líklega bróðurpart eldri borgara frá kaupum

Áform um uppbyggingu ríflega 130 íbúða á vegum Búfestis við Þursaholt eru í uppnámi vegna nýrra lánaskilyrða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Hluta íbúðanna átti að reisa í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri. Með nýjum lánaviðmiðum HMS er ljóst að bróðurpartur félagsmanna, tveir þriðju hlutar, falla ekki undir núverandi tekju- og eignamörk. Mikil óánægja er meðal félagsmanna með þetta útspil HMS. Búfesti er í biðstöðu með framkvæmdir á svæðinu og er þess freistað á HMS til að breyta nýju lánaskilyrðunum.

“Okkur þykir þetta mjög miður,” segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Unnið er að því á vegum félagsins að fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að endurskoða afstöðu sína til verkefnisins, enda segir hann að það sér grundvallaratriði að hagstæðar íbúðir séu í boði fyrir alla félagsmenn, en ekki bara suma.

Félagið hefur í góðri samvinnu við Búfesti unnið að verkefninu við Þursaholt og tekið þátt í hönnun íbúðanna með sérstöku tilliti til þarfa eldra fólks. Búfesti er óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélaga sem á og rekur um 260 íbúðir á Akureyri og Húsavík. Hefur búsetum verið gert mögulegt að eiga 10 til 30% eignarhlut í íbúðunum.

Lesa meira

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu

Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi. Samningurinn markar tímamót sem tryggir gott og jafnt aðgengi að mikilvægri læknisþjónustu óháð efnahag í samræmi við stefnu stjórnvalda. Það má með sanni segja að hér hafi verið lyft grettistaki en líkt og flestir vita hafa sérgreinalæknar verið samningslausir síðan í janúar 2019. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt ríka áherslu á að finna samningsgrundvöll við sérfræðilækna og það hefur nú tekist með góðum árangri. Það að samningar hafi náðst er farsælt fyrir alla er koma að borðinu, þó sérstaklega fólkið í landinu.

Lesa meira