Fréttir

Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu

Á aðalfundi björgunarsveitarinnar var Villa Páls veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna.

Lesa meira

Breytingaskeiðið – kvennaviðburður í Stórutjarnaskóla

Grein eftir Maríu Sigurðardóttur

Lesa meira

Fjórir gerðir að heiðursfélaga Þórs á 108 ára afmæli félagsins

Árni Óðinsson, Páll Jóhannesson, Þóroddur Hjaltalín og Þröstur Guðjónsson voru í gær allir sæmdir heiðursfélaganafnbót í Íþróttafélaginu Þór á samkomu í tilefni af 108 ára afmæli félagsins.

Lesa meira

Áslaug Ásgeirsdóttir er ötul við kjólasaum

Kjólar sem Áslaug Ásgeirsdóttir hefur saumað vöktu óskipta athygli á vorsýningu eldri borgara í Sölku, félagsmiðstöð í Víðilundi nýverið.  Áslaug á talsvert af kjólum sem hún hefur saumað, líklega á milli 30 og 40 og gengur í þeim við hin ýmsu tækifæri. Hún gerir gjarnan nýjan kjól til að klæðast áður en hún fer á tónleika.

Lesa meira

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum nk. laugardagskvöld

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Lesa meira

Fellum ekki illa laufguð tré í fljótfærni

Athygli hefur vakið að nokkuð er um að aspir laufgist ekki og hefur áhugafólk velt fyrir sér hverju veldur.  Pétur Halldórsson skrifar á vef Skógræktarinnar um málið. 

Lesa meira

Akureyri-Umferðarhraði lækkar

Góðan dag kæru lesendur.

Við viljum vekja athygli vegfarenda á breyttum hámarkshraða í Merkigili og á Krossanesbraut.

Lesa meira

Silja ráðin samskiptastjóri Háskólans á Akureyri

Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Hún tekur við starfinu af Katrínu Árnadóttur, sem undanfarin sjö ár hefur verið forstöðumaður Markaðs- og kynningarmála, og er hér því um nýtt starfsheiti að ræða með örlítið breyttum áherslum.

Lesa meira

„Sýndarmennskan er þó líklega hvergi eins ráðandi eins og í húsnæðismálum“

Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnina í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði ríkisfjármálin vera algerlega stjórnlaus undir „forystuleysi óstöðugleikaríkiststjórnarinnar“ og sagði að í málefnum hælisleitenda ríkti „hið fullkomna stjórnleysi.“

Lesa meira

Ræða Ingibjargar Isaksen við Eldhúsdagsumræður

Virðulegi forseti, kæra þjóð

Ég vil nýta tækifærið hér á eldhúsdegi til að ræða viðkvæmt og eldfimt málefni, málefni sem nauðsynlegt er að við horfumst í augu við. 

Lesa meira