„Þungur hnífur“ - Spurningaþraut #10
Það er kvikmyndaþema í spurningaþraut Vikublaðisins #10
Það er kvikmyndaþema í spurningaþraut Vikublaðisins #10
„Ég er hræð yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Svanhildur Daníelsdóttir sem í vetur stofnaði Teppahóp Svönu á facebook í því skyni að fá fleiri til liðs við sig við að hekla eða prjóna ungbarnateppi fyrir sængurkonur í neyð.
Eins og við greindum frá á vefnum hér á dögunum sýna ÁLFkonur í Listagarðinum ljósmyndir teknar í vetrarríki sem er þó nokkuð langt frá okkur um þessar mundir veðurfarslega.
Góð sumarvika er að líða í Hrísey.
Nú veit fréttaritari ekki hvort biðjast eigi afsökunar á mjög svo villandi veðurfréttaflutning í síðustu föstudagsfréttum þar sem boðaðar voru gular veðurviðvaranir. Eða, hvort það sé bara málið, boða viðvarnir og gleðjast svo mikið þegar það gula í spánum er bara sólin! Um síðustu helgi var veður gott, smá að flýta sér, en hlýtt og sólin skein.
Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta. Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára. Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.
,,Akureyri hentar ekki til hjólreiða” var oft sagt og var þá verið að vísa til Gilsins og Þórunnarstrætis sem ekki voru á allra færi að hjóla upp. Svo sannfærðir voru menn um þessa ,,staðreynd” að þegar hjólreiðar fóru að aukast með tilkomu ,,hjólað í vinnuna” komst hjólalyfta upp Gilið í kosningaloforðalista stjórnmálaflokka, þetta var fyrir aðeins en 10 árum.
Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur á Akureyri með fjölbreyttri dagskrá sem hefst við Iðnaðarsafnið í dag föstudag kl. 15. Þar verður nýtt líkan af Húna II afhent og afhjúpað og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins en þennan dag eru 60 ár liðin frá því eikarbáturinn Húni var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri.
Á fundi bæjarráðs Akureyrar i morgun var ma rætt um samgöngur við Grímsey en Sæfari, ferjan sem siglir á milli lands og eyja fór i slipp þann 17 mars og er enn þar.
Löngum var svo að til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa meðferðis klippikort og ef það var fullnýtt var ekki um annað að ræða en fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.
Föstudagskvöldið 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.