Ný stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrenni sem haldinn var nýlega. Selma Dögg Sigurjónsdóttir formaður og Arna Jakobsdóttir varaformaður gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Pétur Þór Jónasson, formaður

Inga Bára Ragnarsdóttir, varaformaður

Hólmar Erlu Svansson, gjaldkeri

Þórunn Sif Héðinsdóttir, ritari

Guðmundur Karl Jónsson, meðstjórnandi

Maron Björnsson, meðstjórnandi

Hafdís Sif Hafþórsdóttir, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn eru:

Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, 1. varamaður

Jón Helgi Óskarsson, 2. varamaður

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að öll þau sem sitja í stjórninni hafi á einn eða annan hátt upplifað þá óvissu og það óöryggi sem fylgir í kjölfar greiningar á krabbameini.

Gera ráð fyrir fjölgun krabbameinstilfella

„Á síðastliðnu starfsári vann fyrri stjórn markvisst að því að styrkja starfsemi félagsins og efla þjónustu þess. Ný stjórn mun í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands halda áfram á þeirri braut að veita sem besta þjónustu og ráðgjöf við þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, ásamt því að standa fyrir margháttaðri fræðslu,“ segir í tilkynningunni.  

Horft sé til þess að spár geri ráð fyrir mikilli fjölgun krabbameinstilfella á komandi árum. Lögð verði áhersla á að kynna starfsemi félagsins og þá fjölbreyttu þjónustu sem veitt er á vettvangi þess ásamt því að eiga samstarf við aðra mikilvæga þjónustuaðila á svæðinu s.s. Sjúkrahúsið á Akureyri. „Sú mikla velvild sem félagið nýtur í samfélaginu er stjórninni hvatning í störfum sínum,“ segir í tilkynningunni.

Nýjast