Þurfi að setja samfélagið í hægagang vegna veðurs

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu lýst yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti vegna óveðurs um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

„Samkvæmt þeirri veðurspá sem nú er á borðinu þá er í gildi appelsínugul veður viðvörun frá kl. 06:00 í fyrramálið og fram að hádegi á okkar svæði. Þá mun veðrinu slota en gera má ráð fyrir að í kjölfarið verði verulegar samgöngutruflanir sem afleiðing af veðrinu.

Spáð er suðaustan 20-28 metrum á sek með sjókomu og skafrenningi, hvassast á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Talsverðar líkur eru á foktjónum og samgöngutruflunum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Ekkert ferðaveður er á svæðinu á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir í tilkynningunni.

Þá beinir lögreglan þeim tilmælum til þeirra sem eru með einhvers konar starfsemi að reyna hægja á enni á meðan veðrið gengur yfir.  

Þá hefur öllu skólahaldi í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun. Það sama gildir um skólahald í MA, VMA og Framhaldsskólann á Húsavík. Vetrarfrí er á morgun í Borgarhólsskóla á Húsavík.

Nýjast