Metfjöldi smita á Norðurlandi eystra

Mikið hefur verið að gera hjá lífeindafræðingum sem starfa á veirurannsóknarstofu Sjúkrahúsins á Aku…
Mikið hefur verið að gera hjá lífeindafræðingum sem starfa á veirurannsóknarstofu Sjúkrahúsins á Akureyri undanfarið. Hópurinn sem starfar á veirurannsóknardeild SAk, frá vinstri eru Björg, Sóldís, Una, Jóna, Inga Stella, Heiðdís, sem er nemi, Eygló og Katja. Mynd: Aðsend

Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á Akureyri vegna Covid-19 en í gær, 899 manns, á Húsavík var fjöldinn 89 manns og alls 1.163 í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra.  

"Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi. Í gær, þriðjudag, var mikið álag á sýnatökufólki sem og SAk við að greina þau sýni sem þangað bárust. Það var þá alveg í samræmi við fjölda sýna að við vorum með mesta fjölda smitaðra einstaklinga á sólarhring í gær, samtals 375 manns. Þá hafa aldrei jafnmargir verið í einangrun á sama tíma líkt og nú, samtals 1163 manns," segir í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar.

Nýjast