Fréttir

Hafist handa við malbikun á nýja flughlaðinu á Akureyraflugvelli í næstu viku

,,Heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fermetrar. Sjálft flughlaðið er 25.000 fermetrar, en með nýrri akbraut sem tengist flugbrautinni og með öxlunum í kringum hlaðið er heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fm. Malbikslagið er tvöfalt og þykktin á því 15 cm þannig að hér er um mjög stóra framkvæmd að ræða. Til samanburðar þá er núverandi flughlað 12.500 fermetrar að stærð, núverandi akbraut út á braut er ekki inni i þeirri tölu. Þannig að hér er um veruleg stækkun að ræða, sem m.a eflir getu Akureyrarflugvallar til að taka á móti mörgum vélum á sama tíma t.d þegar þörf er á vegna varaflugvallahlutverksins.“  Sagði Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og baráttumaður fyrir útbótum á varaflugvellinum á Akureyri.

Lesa meira

Í kvöld Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“

Lesa meira

Kanna fýsileika þess að flytja stjórnsýsluna

-Forseti sveitarstjórnar Norðurþings segir núverandi húsnæði óhentugt

Lesa meira

Samgöngusamningar njóta vinsælda meðal starfsfólks

Hjólageymslur við stærstu starfsstöðvar Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa eru vel nýttar þessar vikurnar. Starfsmönnum stendur til boða að gera samgöngusamning, sem kveður á um mánaðarlegan styrk til þeirra sem nota vist- og heilsuvæna ferðamáta til og frá vinnu að jafnaði þrjá daga vikunnar. Fullur styrkur er 9.000 krónur á mánuði og er skattfrjáls.

Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja segir að þessi styrkur hafi staðið starfsmönnum til boða frá árinu 2020 og slíkum samningum hafi fjölgað jafnt og þétt, enda um að ræða jákvæðan hvata til að skilja bílinn eftir heima.

Lesa meira

Skrudduskrúðgangan

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.

Lesa meira

Chicago vann tvenn verðlaun á Grímunni og hlaut alls 7 tilnefningar!

Björgvin Franz Gíslason leikari var valinn söngvari ársins á Grímunni, íslensku sviðslistaverðlaununum,  sem haldin var við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaunin hlaut Björgvin fyrir söng í hlutverki sínu sem Billy Flynn í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur var í Samkomuhúsinu í byrjun árs og gekk fyrir fullu húsi fram á vor.  Danshöfundurinn Lee Proud hlaut einnig verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins fyrir Chicago.

Lesa meira

Raflínur: Leit eftir því sammannlega og því einstaka

Arna G. Valsdóttir og Karl Guðmundsson bjóða gestum að ganga inn í myndbands innsetningu/lifandi málverk í Deiglunni. Í verkinu mætir rafmagnshjólastóll rafrænni myndsköpun og dansandi línum. Sýningin opnar 17.júní í Deiglunni á Akureyri og er viðburðurinn hluti af Listasumri á Akureyri.

Lesa meira

Rafbíllinn sparar kostnað

Búnaðarsamband Eyjafjarðar keypti fyrir mánuði síðan nýjan rafknúin bíl til nota fyrirAndra Má frjótækni sem fer víða um og er á ferðinni alla daga.

Lesa meira

Ferðamenn aðstoðaðir úr sjálfheldu á Hlíðarfjalli í Mývatnssveit

Fólkið hafði valið hefðbundna gönguleið á fjallið, en þegar þau voru komin nokkuð upp í fjallið, fóru þau út af leiðinni og stefndu undir klettabelti sem þau töldu færa leið

Lesa meira

Aðgengi barna að íþróttastarfi- Stuðningur í skólakerfinu en enginn í tómstundum

„Það er mikið kappsmál að halda þeim krökkum sem eiga við fjölþættan vanda í virkni, en þá þurfa þau líka á stuðningi að halda og sömuleiðis íþróttafélögin,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Lesa meira