Hafist handa við malbikun á nýja flughlaðinu á Akureyraflugvelli í næstu viku
,,Heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fermetrar. Sjálft flughlaðið er 25.000 fermetrar, en með nýrri akbraut sem tengist flugbrautinni og með öxlunum í kringum hlaðið er heildarflöturinn sem verður malbikaður er um 36.000 fm. Malbikslagið er tvöfalt og þykktin á því 15 cm þannig að hér er um mjög stóra framkvæmd að ræða. Til samanburðar þá er núverandi flughlað 12.500 fermetrar að stærð, núverandi akbraut út á braut er ekki inni i þeirri tölu. Þannig að hér er um veruleg stækkun að ræða, sem m.a eflir getu Akureyrarflugvallar til að taka á móti mörgum vélum á sama tíma t.d þegar þörf er á vegna varaflugvallahlutverksins.“ Sagði Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og baráttumaður fyrir útbótum á varaflugvellinum á Akureyri.