13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Gjaldtaka hafin í miðbæ Akureyrar
Gjaldtaka er hafin á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Rafrænar greiðsluleiðir í snjallsímum hafa verið virkjaðar og eru íbúar bæjarins, sem og gestir, hvattir til að ná í viðeigandi greiðsluöpp og byrja að greiða fyrir notkun á gjaldskyldum bílastæðum.
Fyrstu vikurnar eru aðlögunartími og er fólki því gefinn kostur á að ná í smáforrit í símann, læra á lausnirnar og prófa. Ekki verða lagðar á stöðumælasektir fyrr en allur búnaður er kominn í notkun, þar með taldir þrír stöðumælar sem eru væntanlegir um næstu mánaðamót. Stefnt er að því að gjaldskyldan verði að fullu innleidd í byrjun mars. Sjá nánar HÉR