Fréttir

Eldra fólk – stefna til framtíðar

Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum

Lesa meira

Umsóknum fjölgaði um 11% á milli ára

Umsóknarfrestur um nám við Háskólann á Akureyri rann út mánudaginn 5. júní síðastliðinn. Samtals barst 1.891 umsókn, sem er 11% fjölgun umsókna frá því í fyrra. Flestar umsóknir í grunnnám bárust í viðskiptafræði eða 261.

Lesa meira

Kýrin Edda flytur í Sólgarð

Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði á dögunum til við sveitarstjórn að sótt verði um heimild hjá Ríkiseignum til að staðsetja listaverkið Eddu við Sólgarð.

Lesa meira

Hringferð um Gjögraskaga - leiðarlýsing

Bókaútgáfan Hólar var að gefa út bókina HRINGFERÐ UM GJÖGRASKAGA, eftir Björn Ingólfsson á Grenivík. Hér er á ferðinni traustur og skemmtilegur leiðarvísir gönguleiðarinnar um Fjörður og Látraströnd á Gjögraskaga. 

Lesa meira

Dysnes hentug staðsetning fyrir líforkugarða

Starfsfólk SSNE og Vistorku hafa unnið ötullega að undirbúningi fyrsta fasa líforkuvers undanfarna mánuði með stuðningi Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og voru niðurstöður þeirrar vinnu kynntar á Teams-fundi með sveitarstjórnarfólki þann 9. júní síðastliðinn. 

Lesa meira

Ríflega 200 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands

Alls voru 206 nemendur útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskóla Íslands, eftir skólaárið 2022 til 2023. Athöfnin var haldin í Flugsafninu á Akureyri.

Lesa meira

Þróunarfélag Hríseyjar í burðarliðnum

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.

Lesa meira

Sjúkraflutningaskólinn útskrifaði 206 nemendur

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin á Flugsafni Íslands á Akureyri föstudaginn 2. júní sl. 

Lesa meira

Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Lesa meira

Stærsti brautskráningarárgangur Háskólans á Akureyri frá upphafi

Í fyrsta skipti brautskráð úr fagnámi fyrir sjúkraliða

Lesa meira