Eldra fólk – stefna til framtíðar
Á nýliðnu þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk til fjögurra ára, árin 2023-2027. Áætlunin hefur fengið nafnið Gott að eldastog er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Tilgangurinn með áætluninni er að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi. Á tímabilinu verður farið í þróunarverkefni og prófanir semkoma til með að nýtast til ákvarðanatöku um þjónustu við eldra fólk til framtíðar. Nú þegar hafa ráðuneytin auglýst eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum