Fréttir

Skógræktarfélag Eyfirðinga og Dalvíkurbyggð Samvinna fyrir samfélagið

Skógræktarfélag Eyfirðinga og Dalvíkurbyggð hafa undirritað styrktarsamning sem er til tveggja ára.

Skógræktarfélagið hefur unnið að því undanfarin ár að efla tengsl við fulltrúa sveitarfélaganna  þar sem skógar félagsins vaxa. Þegar eru fyrir hendi svipaðir samningar við Eyjafjarðarsveit og nýverið var skrifað undir samning við Svalbarðsstrandarhrepp. Markmiðið er að efla samvinnu og að félagið og sveitarfélagið hjálpist að við að bæta aðgengi og umhirðu í skógarreitunum og þannig auka ánægju skógargesta og styðja við lýðheilsu og hreyfingu.

 

Lesa meira

Draumar þess rætast, sem gistir Vaglaskóg

Spurningaþraut Vikublaðsins #16

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Það er kominn föstudagur og þá enginn venjulegur föstudagur. Hríseyjarhátíðarföstudagur!

Vikan hefur einkennst af skipulagningu og undirbúningi fyrir Hríseyjarhátíð og hafa sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum að því að gera, græja, mála, smíða og margt margt fleira. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Takk.

Lesa meira

Nýtt lag með Birki Blæ

Á miðnætti kom út lagið “Thinking Bout You” með tónlistarmanninum Birki Blæ.  Lagið er í Neo-Soul stíl og Birkir samdi lag og texta og sá sjálfur um útsetningu, hljóðfæraleik og upptöku. 

Lesa meira

Aukning í sjúkraflugi á fyrri hluta árs

Aukning hefur orðið í sjúkraflugi á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil árið á undan. Alls var frá byrjun janúar til júní loka í fyrra farið í 376 sjúkraflug  með 413 sjúklinga. Á sama tímabili í eru flugin orðin 425 talsins með 464 sjúklinga.

Lesa meira

Túndran og tifið á Sléttu

Mikið er um að vera á Raufarhöfn um þessar mundir og fjöldi ferðamanna heimsækir þorpið daglega

Lesa meira

Björgunarsveitir aðstoða ferðafólk í sjálfheldu ofan Dalvíkur

Fjölskylda á ferðalagi um Norðurland, lagði á Selhnjúk ofan Dalvíkur seinni partinn í dag, lenti í sjálfheldu og óskaði eftir aðstoð við að komast niður

Lesa meira

Sveitarstjóri verður hafnarstjóri

Byggðaráð Norðurþings fjallaði í dag um það að Hafnarstjóri Norðurþings hefur sagt starfi sínu lausu. Ráðið lagði til að sveitarstjóri verði jafnframt hafnastjóri 

Lesa meira

Bygging nýrrar legudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri í augsýn

Forsvarsmenn Sjúkrahússins á Akureyri sjá fyrir sér að innan fimm ára verði ný legudeildarbygging risin og breytingar gerðar á legudeildarstarfsemi í eldri byggingum spítalas.

Lesa meira

Hörður Kristinsson grasafræðingur – Minningarorð

Ef litið er til síðustu aldar eru það einkum þrír menn  sem skarað hafa framúr í þeim fræðum sem sem fjalla um svonefndar háplöntur.  Svo einkennilega vill til, að þeir hafa allir lifað og starfað á Akureyri. Stefán Stefánsson kennari við Möðruvalla- og síðar Gagnfræðaskóla á Akureyri ruddi brautina, með bók sinni Flóru Íslands (1901). Steindór Steindórsson kennari við Menntaskólann, tók við starfi hans og ávaxtaði það dyggilega á langri ævi.

Lesa meira