Félagsmistöðvar fólksins að vakna úr dvala
Félagsmiðstöðvar fólksins, Birta og Salka, eru að vakna úr dvala og er starfið loksins að komast á fullt eftir rólegan tíma vegna Covid-19. Félagsmiðstöðvarnar eru lifandi staðir sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar
Meðal þess sem hægt er að gera er að mæta í kaffi og spjall, lesa, spila, smíða, sauma, prjóna, iðka ýmiskonar heilsueflingu, pool, snóker og margt fleira. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf þar sem hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. Einkunnarorð félagsmiðstöðvanna eru gæðastundir í góðum félagsskap.
Boðið er upp á fjölbreytt námskeið en dæmi um námskeið sem eru að fara af stað nú á vorönn 2022 eru leirnámskeið fyrir byrjendur, Harðangur og Klaustur, Alcohol málun, Akríl málun og vatnslitamálun. Einnig er hægt að fara í leikfimi, QiGong og göngur og gleði.
Smelltu hér til að skoða bækling Birtu og Sölku en þar eru ítarlegar upplýsingar og stundaskrár vorannar. Félagsmiðstöðvarnar eru einnig með Facebook-síðu sem er hægt að nálgast hér.
Öll áhugasöm eru hvött til að kíkja í kaffi og kynna sér aðstöðuna. Hægt er að panta sér hádegismat á virkum dögum.
Salka er til húsa í Víðilundi 22 og Birta í Bugðusíðu 1.