Mannlíf
06.12
„Ég heiti Ragna Kristjánsdóttir og er 50 ára gömul og er kennari í Giljaskóla á Akureyri. Ég er Akureyringur, uppalin í Glerár- og Síðuhverfi og er Þorpari,“ segir Ragna sem tók áskorun Tryggva Gunnarssonar í síðasta blaði og hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Ég hef starfað við kennslu frá árinu 1995 og finnst enn jafn gaman að mæta til vinnu. Ég ætla að bjóða uppá hörpudisk vafinn í hráskinku, borið fram með mozzarella osti, tómötum og basiliku. Tikka Masala með hrísgrjónum og Naan brauði og meðlæti sem er borið fram í litlum skálum. Þá verður hver munnbiti með mismunandi bragði. Borið fram með hrísgrjónum og salati. Í eftirrétt ætla ég að bjóða uppá bláberjakrap. Uppskriftir eru miðaðar við fjóra.
Lesa meira
Mannlíf
05.12
Egill Páll Egilsson
Síðastliðið sumar voru óvenju margir námsmenn við sumarstörf á Þekkingarneti Þingeyinga (ÞÞ). Brugðist var við óvenjulegum aðstæðum háskólanema vegna heimsfaraldursins sem enn geysar. Algengt er að háskólanemar vinni störf í ferðaþjónustu á sumrin en vegna ástandsins í samfélaginu héldu ferðaþjónustufyrirtæki að sér höndum við ráðningar í vor.
ÞÞ svaraði kalli nemanna og fjölgaði stöðugildum yfir sumarið en 19 háskólanemar störfuðu hjá stofnuninni við tímabundin verkefni í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu og Vinnumálastofnun.
Flestir voru námsmenn sumarsins starfsmenn Þekkingarnetsins en nokkrir voru starfsmenn samstarfsaðila Þekkingarnetsins eins og sveitarfélaga á svæðinu.
Dagný Theodórsdóttir er tveggja barna móðir á Húsavík sem lauk BA-námi í sálfræði við Háskólann á Akureyri í vor. Hún vann eitt þessara verkefna í sumar en er nú komin í masters nám í rannsóknartengdri sálfræði sem hún stundar í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Vikublaðið ræddi við Dagnýju í vikunni.
Lesa meira
Mannlíf
05.12
Akureyrarapótek fagnaði 10 ára afmæli nýverið en það var Jónína Freydís Jóhannesdóttir lyfjafræðingur sem stofnaði fyrirtækið árið 2010 ásamt Gauta Einarssyni lyfjafræðingi. Þau endurvöktu í leiðinni rótgróið nafn á apóteki í bænum en nafnið á sérstakan sess í hugum fólks. Vikublaðið spurði Jónínu út í fyrirtækið og hana sjálfa.
Lesa meira
Mannlíf
29.11
Egill Páll Egilsson
Brynja Sassoon er nýflutt til Húsavíkur eftir að hafa búið í Svíþjóð í 30 ár. Þar kynntist hún verkefni sem byggir á því að auka lífsgæði eldra fólks, ekki síst þeirra sem neyðast til að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. Verkefnið snýr að því að aðstoða fólk sem er komið af vinnumarkaði sökum aldurs eða örorku til að taka að sér tímabundin störf á þeirra eigin forsendum. Það er ákveðna tíma á dag, viku eða á mánuði. Eins og kunnugt er, eru ákvæði í sumum kjarasamningum að við ákveðin aldursmörk er starfsmönnum gert að láta af störfum þrátt fyrir að hafa góða heilsu og löngun til að vinna áfram eða vera í hlutavinnu meðan heilsan leyfir. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með Brynju á dögunum og ræddi verkefnið sem hún stýrir í samtarfi við Vinnumálastofnun og Framsýn, stéttarfélag.
Lesa meira
Mannlíf
27.11
Brynjar Helgi Ásgeirsson er nýr forstöðumaður í Hlíðarfjalli en senn styttist í opnun og því í mörg horn að líta hjá nýjum forstöðumanni. Brynjar er nýlega tekinn við og hefur verið að koma sér inn í starfið undanfarna daga. Hann var áður eigandi og einn af þjálfurum hjá CrossFit Hamar, en hreyfing og útivist er eitt af helstu áhugamálum Brynjars sem er Norðlendingur vikunnar. Vikublaðið fékk hann til svara nokkrum spurningum um nýja starfið og sjálfan sig. „Það leggst mjög vel í mig. Starfið er krefjandi á marga vegu og tekur alltaf tíma að komast inn í hlutina. Nú eru liðnar tvær vikur síðan ég byrjaði og hér er frábært starfsfólk sem hefur aðstoðað mig mikið í að koma mér inn í starfsemina.“
Lesa meira
Mannlíf
21.11
Hermann Karlsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði ásamt samstarfsfólki sínu í lögreglunni. Fyrir utan almenn lögreglustörf skall þriðja bylgja Covid-19 faraldursins harkalega á hér á svæðinu og hefur lögreglan upplýst fólk á hverjum degi um stöðuna í samfélaginu er varðar smit. Kom heimsfaraldurinn nánast í kjölfar mikils óveðursveturs sem hófst í desember í fyrra. Vikublaðið tók Hermann tali og forvitnaðist inn í líf og starf lögreglumannsins.
Lesa meira