EM dagbókin: Húsvíkingum fylgt eftir í Frakklandi

Stemningin er góð meðal Íslendinga í Frakklandi og eru þeir til fyrirmyndar hvar sem þeir koma.
Stemningin er góð meðal Íslendinga í Frakklandi og eru þeir til fyrirmyndar hvar sem þeir koma.

- Pétur Helgi Pétursson (Peddi) gefur Skarpi reglulega skýrslu á meðan Evrópumótið í knattspyrnu stendur yfir-

Laugardagsmorgunn s.l. kl. 07:00 hélt stór og föngulegur hópur Húsvíkinga af stað til Provence í Frakklandi. Flogið var frá Keflavík til Genf þar sem fleiri Húsvíkingar og vinir Húsavíkur slógust í hópinn. „Þetta er 80 manna hópur, Húsvíkingar búsettir í Noregi, Þýskalandi eða Húsavík og fólk tengt Húsavík,“ sagði Peddi rétt áður en hópurinn lagði í hann en hann verður sérlegur tengiliður Skarps á EM í Frakklandi. „Þetta er allt svona ein stór familía, við verðum á nokkrum herragörðum í Provence, þetta verður svakalegt,“ sagði hann með mikilli tilhlökkun í röddinni.

Nánar er hægt að lesa upp úr EM - dagbókinni í prentútgáfu Skarps.

- Skarpur, 16. júní

Nýjast