Mannlíf
20.04
„Ég vil byrja á að taka það fram að ég kann Andrési Vilhjálmssyni litlar þakkir fyrir að varpa boltanum yfir á mig beint úr Matarhorninu. Hann hefur aldrei komið í mat til mín og veit því ekki að ég elda yfirleitt ekki, og það sem ég geri í eldhúsinu er einfalt og eitthvað sem fer vel í strákana mína,“ segir Gísli Einar Árnason sem er matgæðingur vikunnar. „En þar sem að Andrés er góður maður kann ég ekki við annað en að taka áskoruninni. Hann er einnig mikill húmoristi og tel ég að áskorunin á mig sé í anda þess og til þess fallinn að vekja kátínu hjá lesendum Matarhornsins. Ég heiti sem sagt Gísli Einar og er Ísfirðingur en hef búið á Akureyri síðan 2007. Ég er tannréttingasérfræðingur og starfa á Tannlæknastofum Akureyrar á Glerártorgi. Er giftur Sigrúnu Maríu Bjarnadóttur sem stendur vaktina í eldhúsinu oftar en ég. Við eigum saman fjóra stráka sem eru álíka liðtækir í eldhúsinu og pabbi þeirra. Ég ætla að bjóða lesendum upp á tvennskonar uppskriftir! Annars vegar er það Vestfirskur plokkfiskur sem er mjög vinsæll mánudagsmatur hjá okkur og strákarnir mínir spæna í sig. Hins vegar eldbakaða pizzu sem við fjölskyldan sameinumst í að útbúa á föstudögum eftir að við fengum viðarkynntan pizza ofn,“ segir Gísli.
Lesa meira
Mannlíf
18.04
Steindór Ragnarsson er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar (GA) en hann hefur starfað á vellinum um árabil. Hann byrjaði fyrst að vinna á vellinum árið 1998 og því öllum hnútum kunnur á vellinum. Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi og er formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi. „Ég byrjaði í unglingavinnunni hjá bænum hérna á vellinum og fékk í framhaldi vinnu hjá GA. Fyrstu árin með skóla var þetta sumarvinna en árið 2004 varð ég vallarstjóri og var í því starfi í 15 ár áður en ég fékk stöðu framkvæmdastjóra árið 2017,“ segir Steindór. Það styttist óðum í að golfsumarið hefjist en Klappir, æfingasvæðið á Jaðarsvellinum hjá Golfklúbbi Akureyrar, opnaði í lok mars. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum í vetur að létta á snjó og tryggja það að snjór og klaki fari af flötunum eins fljótt og mögulegt er og því kemur grasið nokkur vel undan vetri. Flatirnar eru í góðu ásigkomulagi og segir Steindór full ástæða fyrir golfara að til að láta sig hlakka til sumarsins. Þá fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Akureyri og er undirbúningur hafin fyrir þetta stærsta mót sumarins. Steindór er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum.
Lesa meira
Mannlíf
17.04
Egill Páll Egilsson
Húsavík er á ný orðinn kvikmyndabær og fór að taka á sig mynd sem slíkur nú í morgunsárið. Eins og Vikublaðið greindi frá í gær verður söngatriði í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, tekið upp á höfninni á Húsavík í dag og kvöld. Atriðið verður síðan flutt á Óskarsverðlaunaafhendingunni sem fram fer aðfararnótt 26. apríl að íslenskum tíma; í Hollywood og sjónvarpað um allan heim.
Lesa meira
Mannlíf
16.04
Egill Páll Egilsson
Kvikmyndafyrirtækið True North er mætt til Húsavíkur til að taka upp myndband af flutningi Molly Sandén á laginu Husavik – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song
Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna
Lesa meira
Mannlíf
16.04
Egill Páll Egilsson
Um hádegisbil í dag mættu vaskir menn á vegum þjónustumiðstöðvar Norðurþings með málningu og rúllur
Lesa meira
Mannlíf
16.04
Egill Páll Egilsson
Egill Bjarnason blaðamaður sem er búsettur á Húsavík gefur út sína fyrstu bók í maí, How Iceland Changed the World (is. Hvernig Ísland breytti heiminum). Hann hefur skrifað fyrir Associated Press, The New York Times, National Geographic og fleiri erlenda miðla.
Lesa meira