Humar í hvítlaukssmjöri, grafin gæs og marengsterta.
Tinna Lóa Ómarsdóttir svæðissölustjóri hjá MS á Akureyri er með matarkrók vikunnar og töfrar hér fram girnilegar uppskriftir sem er tilvalið að skella í.
Forréttur:
Grafin gæsabringa
Grafin gæsabringa, krydduð t.d. með salti, pipar, oregano, timian, rósmarin eða því kryddi sem til er hverju sinni.
Ég vellti bringunni uppúr kryddblöndunni, vef henni inn í plast og geymi í kæli í a.m.k. sólahring fyrir notkun.
Næst tek ég fínt snittubrauð, sker í sneiðar, dýfi í smjör og grilla örlítið. Þá sker ég gæsabringuna í þunnar sneiðar, legg á snittubrauðið, set svo þeyttan rjóma ofan á gæsina og loks blandaða berjasultu.
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni, og uppskriftin er komin frá vini mínum Jóni Friðrik, veitingastjóra á Múlabergi.
Aðalréttur:
Ég er mikið fyrir fisk og allavega létta rétti, og þá sérstaklega núna eftir jólahátíðina.
Humar með hvítlaukssmjöri:
2 kg humar Ólífuolía til penslunar.
Kryddsmjör:
250 g smjör við stofuhita
Slatti steinselja, ca. ½ -1 bolli
5 marin hvítlauksrif
2 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk sítrónusafi
Þetta er allt sett í matvinnsluvél, maukað og svo sett í frysti í ca. hálfa klukkustund.
Klippið skelina, hreinsið humarinn og opnið skelina vel (eða takið hann úr skelinni).
Penslið humarinn með olí unni og setjið á grillbakka. Grillið í ca. 2 mínútur, eða þangað til humarinn er orðinn hvítur.
Því næst setjið þið smá klípu af kryddsmjörinu á hvern humar.
Borið framm með snittubrauði, fersku salati og ísköldu hvítvíni.
Eftirréttur:
Marengsterta með karamellukremi:
4 eggjahvítur
220 g sykur
Slatti kornflex
1 poki Freyjukaramellur
4 kókosbollur
1 poki trompbitar
½ ltr rjómi jarðarber - bláber
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvítur og sykur og setjið svo kornflex varlega út í.
Skiptið í tvennt og bakið tvo botna á 140 gráð- um í 50-55 mín. (blástur).
Bræðið 1 poka af Freyjukaramellum og ca. 1 dl af rjóma saman við vægan hita.
Látið kólna örlítið og hellið svo yfir báða botnana
Þeytið ½ lítra af rjóma, skerið tromp í litla bita og hrærið saman við rjómann.
Setjið á milli marengsbotnanna ásamt kókosbollunum. Skreytt með jarðarberjum og blá- berjum.
Tinna Lóa skorar á Thelmu vinkonu sína, nema við HA og snilling í eldhúsinu.