20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Uppáhaldsforréttur tengdamömmu
„Kærar þakkir fyrir þetta boð Valþór. Gaman er að geta þess að hann hefur aldrei komið í mat hjá mér þannig að hann veit greinilega ekkert hvað hann er að gera með þessu vali,“ segir Helgi Heiðar Jóhannesson tæknifræðingur hjá Blikk og tækniþjónustunni sem sér um matarkrók vikunnar.
„En Valþór hefur heppnina með sér í þessu vali, þar sem ég er gríðarlega góður kokkur. Þar sem ég er ekki mikið fyrir forrétti leitaði ég í uppháhaldsforrétt tengda mömmu og tileinka ég henni heiðurinn af honum. Ég er meira fyrir eftirrétti.
Rækjuforrétturinn Snýst að miklu leyti um sósuna.
Sósan ½ dós sýrður rjómi
½ l þeyttur rjómi (2 pelar)
2 msk. tómatsósa
1 msk. HP-sósa
½ tsk. salt
½ tsk. sykur
Sítrónusafi eftir smekk
½ laukur
Aðferð:
Byrjað er að saxa laukinn mjög smátt. Rjóminn þeyttur og svo er öllu hrært varlega saman þangað til að sósan hefur fallegan ferskulit. Þá er gott ráð að smakka þetta svolítið, gæti þurft að bæta við meira salti eða HP-sósu, allt eftir smekk.
Eða bara einhveju sem ykkur langar í. Nota skal gasalega lekker forréttaskál, helst á fæti.
Gaman er að hafa lambhaga-salatblað til skrauts sem stendur örlítið upp úr skálinni og nauðsynlegt að hafa sítrónusneið með til að kreista yfir réttinn.
Rækjurnar og sósuna má setja snyrtilega ofan á salaltblaðið. Berist fram með ristuðu brauði með alíslensku smjöri skorið í þríhyrninga. Svo ef á að gera virkilega vel við sig er hægt að hafa humar í staðinn fyrir rækjur.
Svínalærissneiðar í raspi:
Ávallt er miku meira en nóg að hafa góðan aðalrétt að mínu mati og er þá líka leyfilegt að borða óhóflega mikið af honum. Ég mæli með þessum og efir að hafa neytt hans er gott að þurfa að gera ekki neitt nema að liggja og kannski horfa á fótbolta.
Hráefni:
Nokkrar svínalærissneiðar á mann, bestar úr innanlæri.
Rasp
Salt
Hvítur og svartur pipar
Hvítlauksduft
Hellingur af smjöri (ef það þarf að hreinsa pönnuna og byrja aftur)
Egg og mjólk
Aðferð:
Sneiðarnar eru hreinsaðar og gerðar fínar. Sumir vilja enga fitu. Þær síðan lamdar svo vel til hlýðni að lítið mál verði að tyggja þær (ekki má gleyma að svínafitan er góð og holl).
Krydda þarf raspið með pipar, salti og hvítlauk eftir þörfum og smekk. Sneiðunum dýft í eggjamjólkurblöndu og svo lagðar í raspblönduna. Panna hituð mátulega (svona að- eins yfir hálfan mátt hellunar, nema að hellan sé mjög kröftug þá er gott að hafa minna). Bræðið fullt af smjöri á pönnunni. Þegar sneiðarnar eru lagð- ar á pönnuna til steikingar er mikilvægt að smjörið sé við það að flæða yfir sneiðarnar en það má alls ekki fljóta yfir þær, samsagt nákvæmis verk.
Steikið sneiðarnar þannig að þær verða fallega gulbrúnar á hvorri hlið.
Brún sósa:
75 g smjör
2 stk. Svínakjötkraftur
4 msk. Hveiti
Smá vatn (hvað sem nú smá þýðir, lærist með reynslunni)
1 peli rjómi
Sósulitur (til að sósan verði brún, einhver hefð)
Aðferð:
Byrjað er að bræða smjörið. Næst skal mylja svínateningana og setja hveitið saman við. Mikilvægt að hræra vel svo að ekki myndist kekkir. Svo er smá vatni bætt jafnt út í. Sósulitur að smekk. Þegar búið er að smakka sósuna til má setja rjómann út í, láta suðuna koma upp og sjóða í 1 mín. eða svo og þá má lækka.
Meðlæti : Svona allskonar, súrar gúrkur, asíur, rauðkál, grænar baunir og eitthvað meira af svona Ora dóti.
Eftirréttur:
Kornflakesmarengs að hætti mömmu.
Hráefni:
4 eggjahvítur
200 g sykur
2 bollar kornflakes (mulið)
1 tsk. Ger
3 mars skúkkulaðistykki
Aðferð:
Eggjahvítum og sykri þeytt saman í svona að minnsta kosti 5 mín. Svo bætum við kornflakesinu og gerinu út í eggin og sykurinn varlega, hrært saman með sleif. Sett í tvö mót og bakist í 2 tíma við 75°C án blásturs (því að ofninn hennar mömmu er ekki með svoleiðis búnað).
Þeytið ½ lítra af rjóma og blandið við hann þremur fínskornum mars súkkulaðistykkjum. Smyrjið svo rjómanum á annan marengsinn og leggið svo hinn ofan á. Gott er að vera bú inn að gera eftirréttinn fyrr um daginn eða daginn áður.
Vonandi munið þið njóta þessarar máltíðar.
Næst ætla ég að skora á vin minn, Bárðdælinginn Árna Hermannsson.
Takk svo mikið Helgi Heiðar Jóhannesson