Steiktur lax fyrir fjóra

Gunnsi og Sigga
Gunnsi og Sigga

Gunnar Níels Ellertsson sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með úrvals uppskrift að lax og fleira góðmeti.

Lax fyrir fjóra     

Laxinn 4 stk. 250 g beinlausar laxasteikur, best er að veiða laxinn sjálfur en einnig er hægt að fá virkilega góðan lax hjá Ragga í FISK KOMPANÍ.

 Brúnið fiskinn á vel heitri pönnu í ½ til 1 mín. á hvorri hlið, fyrst á roðinu, kryddið með salti og hvítum pipar, raðið á ofnplötu með roðið upp, sett í 180 gráðu heitan ofn í ca. 8 mín. Berið laxinn fram með truflu- og kaperskartöflumauki, chimichurrisósu og fersku grænmeti. 

 

 

 Chimichurrisósa:

 ½ bolli gott edik ½

 bolli ólífuolía ½

bolli fersk steinselja

½ bolli ferskur koríander

 1 stk shalottelaukur

2 stk hvítlauksgeirar

1 stk chili

1 msk oregano þurrkað

1 msk hlynsíróp

Saxið fínt shalottelauk, steinselju, koríander, hvítlauk og chili og svo er öllu hinu svo blandað saman við.

Kartöflumauk með truflu og kapers :

800 g kartöflur

1-2 dl mjólk

 150 g volgt smjör

1-2 msk. hvíttrufluolía

2 msk. Kapers

 Sjávarsalt og hvítur pipar

Flysjið kartöflur og sjóðið þar til þær eru mjúkar, sjóðið flusið í mjólkinni sigtið það síðan frá. Stappið kartöflunar og blandið smjörinu og mjólkinni saman við, síðan er trufluolíu og kapers blandað út í og smakkað til með sjávarsalti og hvítum pipar.

 

Súkkulaðikaka með hvítsúkkulaðimús og kaffifroðu:  Súkkulaðikaka með hvítsúkkulaðimús

 2 dl sykur

200 g smjör

 200 g súkkulaði

 1 dl hveiti

 4 stk. Egg

 Aðferð:  Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi við 170°C í um 30 mínútur. Dustið svo flórsykur yfir kökuna og berið fram með góðum berjum og hindberjasósu.

Hvítsúkkulaðimús:

 200 g hvítt súkkulaði

150 ml þeyttur rjómi

1 stk. eggjarauða

1 msk. sýrður rjómi

Súkkulaði brætt við vægan hita, eggjarauðu hrært saman við, sýrða rjómanum hrært saman við þar til blandan verður slétt og fín þá er þeytta rjómanum blandað saman við. Gott að láta þetta standa í kæli fyrir notkun.

Kaffifroða:

 3 stk. Eggjahvítur

 4 msk. Flórsykur

 1 bolli ristretto kaffi, sem er mjög mjög sterkt kaffi

Slatti af Kahlua kaffilíkjör

1 bolli rjómi

Eggjahvítunum og flórsykrinum er hrært saman og hinu svo blandað saman við, hellið í rjómasprautu og gasið. Hristið rjómasprautuna vel fyrir notkun.

 „Ég skora á mágkonu mína, Tinnu Jónsdóttur, ljósmóður og sælkera

Nýjast