Mannlíf

Margrét EA landaði fyrsta farminum á Eskifirði í gær

Margrét EA 710, nýtt uppsjávarskip í flota Samherja, landaði á Eskifirði í gær um tvö þúsund tonnum af loðnu. Skipið, sem smíðað var í Noregi árið 2008 var keypt í Skotlandi og hét áður Christina S.

Margrét kom til Reykjavíkur síðasta miðvikudag eftir siglingu frá Skotlandi og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip. Margrét hélt á loðnumiðin út af Reykjanesi á föstudagsmorgun og nokkrum klukkustundum eftir að komið var á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti, sem sigldi með hráefnið austur til vinnslu.

Lesa meira

Umhverfisviðurkenningar á Svalbarðsströnd

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hafa valið þá sem hljóta  Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.

Lesa meira

Hringferð Volaða Lands

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd hér á landi 10. mars næstkomandi. Í framhaldinu hyggst leikstjórinn ásamt aðalleikurunum þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Elliott Crosset Hove halda í hringferð um landið með myndina. Þannig er ætlunin að hafa sérstakar sýningar þar sem áhorfendum gefst tækfiæri til að spjalla við leikstjórann og leikarana að sýningu lokinni. Þessar sýningar munu fara fram þann 10. mars á Ísafirði, 11. mars á Patreksfirði og á Akureyri og 12.mars á Seyðisfirði.  

Lesa meira

Uggur í stjórnendum SAk vegna álags sem skapast við komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum

Á seinasta fundi bæjarráðs Akureyrar fór fram umræða um komur skemmtiferðaskipa til bæjarins  og áhrif  komu þeirra á starfsemi Sjúkrahúsins á Akureyri en frá þessu segir i fundargerð ráðsins 

Lesa meira

Húsavík-Stétttarfélögin semja við Flugfélagið Erni um framhald á flugi fyrir félagsfólk

Stéttarfélögin hafa undanfarið átt í viðræðum við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samstarf um sérkjör á flugmiðum fyrir félagsmenn milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í gær var gengið frá samningi milli aðila sem gildir út árið 2023 og tryggir félagsmönnum sama verð á flugmiðum/kóðum og verið hefur síðustu mánuði eða kr. 15.000,- per flugferð.

Samkomulagið byggir á því að Framsýn greiðir fyrirfram ákveðinn fjölda flugmiða sem ætlað er að endast út árið en tæplega 200 miðar/kóðar eru að meðaltali seldir til félagsmanna á mánuði. Að sjálfsögðu ber að fagna þessum samningi enda um mikla kjarabót að ræða fyrir félagsmenn.   

Lesa meira

Myndaveisla frá Stelpuhelgi

Svipmyndir frá frumsýningu

Lesa meira

Góð kveðja til Leikfélags Hörgdæla

Leikfélag  Hörgdæla frumsýndi i gærkvöldi leikritið Stelpuhelgi  að Melum í Hörgársveit fyrir fullu húsi og  var sýningunni afar vel tekið.

Það vakti mikla athygli þegar leikfélaginu barst óvænt kveðja frá höfundi verksins Karen Schaffer á Facebooksíðu leikfélagsins. 

Karen er vel þekkt leikritaskáld í Bandaríkjunum og var Stelpuhelgi eða á frummálinu Girls Weekend hennar fyrsta leikrit. 

Hér erum um að ræða Íslandsfrumsýningu og má segja að það sé svo sannarlega áhugavert i meira lagi að höfundur verksins skuli senda kveðju til leikhópsins.

 Kveðjuna má sjá hér að neðan

 

Lesa meira

Risa kóramessa - innsetning

Sunnudaginn 5. mars kl. 11 verður kóramessa í Akureyrarkirkju  Nær allir kirkjukórar Eyjafjarðar sameina þar krafta sína og syngja saman fjölbreytta og glæsilega kórtónlist en kóramót er haldið í kirkjunni um helgina. Lögð verður áhersla á að flytja efni úr glænýrri sálmabók þjóðkirkjunnar en einnig þekkt verk eins og Hallelújakórinn eftir Händel.
 
Lesa meira

Ávaxtakarfan að taka á sig mynd á Húsavík

Langþráð frumsýning Leikfélags Húsavíkur

Lesa meira

Styrkur til framkvæmda á lóð Húsavíkurkirkju

Á fundi byggðarráðs Norðurþings þann 23. febrúar sl. samþykkti ráðið að styrkja Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju um allt að 5 milljónir króna á árinu 2023 vegna framkvæmda á lóð við kirkjuna sem fyrirhugað er að hefjist nú í vor.

Lesa meira