Föstudagsfréttir frá Hrísey
Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings. Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.
Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.