Mannlíf
„Hughrif mín geta breyst hratt og þá fylgi ég eðlishvötinni“
Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni
Veðurlagsins blíða eykur yndishag
Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum og hann á þessa hendingu i fyrirsögn hér að ofnan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á okkur hér á Norðurlandi i dag. Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu
Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.
Hringfari og sumarkoma í Sigurhæðum á Akureyri
Í tilefni af sumardeginum fyrsta verður opið í Menningarhúsi í Sigurhæðum 20. apríl frá kl. 13 - 18.
Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni
Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.
Vorboðarnir láta ekki á sér standa
Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.
Fönguðu Eurovision í gamalt fiskinet
Listamaður frá Kýpur vann með börnum úr Borgarhólsskóla á Húsavík
Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefinn
Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan búnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf.