20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Kalkúnabollur, ostakaka og kjúklingasalat
Kalkúnabollur, ostakaka og kjúklingasalat Thelma Snorradóttir sér um matarkrók vikunnar og kemur hér með nokkra úrvalsuppskriftir.
Kalkúnahakkbollur
600 g kalkúnahakk (fæst í Nettó)
Ca. 4-8 jalapenohringir frá Casa Fiesta
2 msk. vökvi úr jalapenokrukkunni
3-4 rif af hvítlauk
1 egg
¼ tsk. svartur pipar
¼ tsk. salt
1 bolli rifinn ostur
Ca. 1-1½ dl brauðrasp
Aðferð:
Mauka jalapeno og blanda svo öllu saman við hakkið í skál, því næst móta bollur og steikja á pönnu með íslensku smjöri.
Þessar bollur eru nokkuð sterkar. Þegar ég geri þær handa 5 ára dóttur minni þá tek ég smá frá áður en ég blanda jalapenoinu saman við, henni finnst þær of sterkar með jalapeno.
Með þessu hef ég sætar kartöflur sem ég sker í teninga, bæti við olíu og smá salti og set í eldfast mót inn í ofn. Ferskt salat og svo bý ég til sósu úr grískri jógúrt og mildri salsasósu.
Oreo-ostakaka
Þessi er ótrúlega fljótleg og góð, hentar vel í saumaklúbb, afmæli eða sem eftirréttur.
Aðferð:
1 pakki vanillubúðingur frá Royal
1 peli rjómi
1 dós Philadelpia rjómaostur
1 pakki Oreo-kex
Hræra allt sér og síðan blanda varlega saman. Ég byrja á að setja búðinginn út í rjómaostinn og síðan bæti ég við þeytta rjómanum. Oreo-kex mulið niður. Þetta er svo sett í eldfast mót eða litlar skálar, skemmtilegt að setja til skiptis kex og blönduna.
Kjúklingasalat með brauðteningum.
Þetta salat er uppáhalds hjá Magneu Rún, 5 ára dóttur minni, og kýs hún það alltaf í matinn ef hún fær að velja.
2-3 kjúklingabringur steiktar á pönnu (ég krydda með Best á kjúklinginn)
Beikon steikt á pönnu eða sett í ofn (magn eftir smekk)
Lambhagasalat eftir smekk Klettasalat eftir smekk
½ mangó sem er orðið mjúkt
¼-½ gul melóna
½ gúrka
1 rauð paprika
10-15 vínber skorin í helming
Jarðarber skorin í bita
Brauðteningar búnir til úr 5 korna brauði, olíu og hvítlauk. Hvítlaukur settur í hvítlaukspressu og blandað saman við olíuna og steikt á pönnu þar til brauðið verður stökkt. Öllu blandað saman í skál. Fínt að taka svo afganginn með í vinnuna eða skólann daginn eftir.
„Ég skora á mömmu mína, hana Gunnu Birgis, í næsta matarkrók.“