Kjúklingaréttir og nautasalat

Kristján Heiðar Kristjánsson
Kristján Heiðar Kristjánsson

Slow Cooker hunangshvítlaukskjúklingur með grænmeti fyrir 4:

Slow Cooker hunangshvítlaukskjúklingur með grænmeti

Þetta er afar einföld uppskrift þar sem hægt er að undirbúa allt að kvöldi, skella svo öllu í einu í slow cooker pottinn og maturinn er tilbúinn um kvöldmatartíma.

Hráefni :

8 kjúklingalæri með beini

500 g rauðar kartöflur

smælki skornar til helminga

500 g litlar gulrætur (baby carrots)

500 g strengjabaunir, má sleppa

2 matskeiðar fersk, söxuð steinselja

Sósa:

 ½ bolli soya sósa

 ½ bolli hunang

¼ bolli tómatstósa

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1 teskeið þurrkuð basilika

 ½ teskeið þurrkað oregano

 ¼teskeið chiliflögur

 ¼ teskeið malaður svartur pipar

 Aðferð:

Blandið hráefni sósunnar saman í stórri skál.

Setjið kjúklingalærin, kartöflurnar, gulræturar í Slow cooker pottinn. Setjið lokið á og látið malla á lægri stillingunni í 7-8 tíma eða þeirri hærri í 3-4 tíma. Bætið strengjabaunum við þegar u.þ.b. 30 mínútur eru eftir af eldurnartímanum.  Til að gera kjúklinginn stökkann þá má

taka hann úr pottinum þegar eldunartímanum er lokið og setja á bökunarplötu og inn í ofn á háum hita í 3-4 mín- útur.

Berið kjúklinginn strax fram með kartöflum, gulrótum og grænum baunum. Skreytið með steinselju eftir smekk.

Nautasalat,  forréttur fyrir 8.

Þennan rétt er hægt að gera á tvo vegu með þá kjötinu óelduðu eða þá léttsteikja hann á pönnu þegar búið er að blanda öllu saman.

Hráefni:

600 g nautasteik – góður fitulítill bitiNautasalat

 ½ dl ólívuolía

1 poki klettasalat

Ferskt kóríander

Salsa

½ bolli fínt saxaðar hnetur, kasjú- eða salthnetur

1/3 Fínt saxað ferskt chili fræhreinsað

1 mangó

1 rauð paprika

 ¼ gúrka

½ dl teryakisósa

Aðferð:

Skerið kjötið í örþunnar og litlar sneiðar. Setjið kjötið í skál hellið ólívuolíunni yfir. Kryddið með salti og pipar. Geymið í ísskáp í lokuðu íláti yfir nótt. Stuttu áður en bera á réttinn fram er mangó, paprika og gúrkan skorið niður í mjög smáa bita. Hnetur og chili saxað niður.

Þessu er svo öllu blandað saman í skál, kjötið og teryakisósan sett út í og blandað betur saman. Búið til salatbeð, annað hvort í stórri skál eða á forréttardiski fyrir hvern og einn. Setjið svo kjötið og salsað þar ofan á og skreytið með smávegis af smátt söxuðu kóríander.

Kjúklingur með spínati, sætkartöflum og feta osti fyrir 4.

Þessa uppskrift kannast sjálfsagt margir við enda til ýmsar útgáfur af henni. Ég set hana hérna með því þetta er afar einfalt og fljólegt. Svo er hægt að breyta henni á svo auðveldan hátt með því að bæta við hinum og þessum hráefnum.

4-6 kjúklingabringur Kjúklingur með spínati

1 krukka fetaostur

1 poki ferskt spínat

1 stór sæt kartafla

Ritz-kex

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C. Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið létt á pönnu, kryddið með salti og pipar eða kjúklingakryddi. Skerið sætu kartöfluna í þunnar sneiðar eða litla teninga. Setjið svolítið af matarolíu í botnin á eldföstu móti og dreifið úr kartöflunum í botninn. Setjið svo spínatið yfir kartöflurnar og því næst kjúklinginn. Dreifið svo úr fetaostinum ásamt olíunni af honum yfir allt saman og toppið með muldu Ritz-kexi.  Setjið svo inn í ofn í 40-50 mínútur.

Eins og ég sagði hér fyrir ofan er mjög einfalt að breyta þessum rétti með því að bæta við t.d. ólífum, tómötum, furuhnetum, lauk, parmesanosti o.s.frv.

Kristján skorar á Valþór Brynjarsson í að koma með uppskriftir í næsta Matarkrók. 

Nýjast