Ofnbakaður Camembert og kjúklingaréttur
„Það er mikil áskorun að vera matgæðingur vikunnar en félagi minn hann Ágúst Jensson valdi að ég tel kolrangann mann til þess að deila uppskriftum,“ segir Sigurður Skúli Eyjólfsson starfsmaður hjá Höldi. „Ég hef aldrei verið frægur í eldhúsinu en ætla þó að reyna mitt besta með nokkuð auðveldann þrírétta matseðil en allir þeir sem eru á mínu „leveli“ í eldhúsinu ættu að geta eldað án þess að fá mikinn hausverk yfir.“
Í forrétt valdi ég ofnbakaðan Camembert
Hráefni:
1 Camembert,
1 msk. smjör
2 tsk. fíkjusulta
heslihnetur (handfylli)
bláber
jarðarber
brauð
Penslið ostinn með bræddu smjöri, steikið heslihneturnar upp úr smjöri,setjið því næst 1-2 matskeiðar af sultunni yfir ostinn. Setjið í ofn í ca. 10 mínútur við 180 gráður. Skerið því næst jarðarberin í helminga og raðið ásamt bláberjunum í kringum ostinn. Berið fram með ristuðu brauði.
Í aðalrétt: Kjúklingur með beikoni og sveppum (fyrir þrjá - fjóra)
Þennan rétt eldaði ég einhvern tíma alveg óvart en ég tók það sem til var í ísskápnum og setti saman, eftir það gjörsamlega suðar frúin í mér að elda.
Hráefni:
Fjórar kjúklingabringur
beikon (stór pakki)
niðurskornir sveppir (eitt box)
beikonsmurostur og rjómi
sætar kartöflur
olía
smjör
salt
Skerið kjúklingabringurnar niður í tvennt hverja bringu og setjið í eldfast mót. Skerið beikonið í bita og setjið í pott ásamt sveppunum, smurostinum og dass af rjóma. Steikið beikonið og sveppina örlítið og hrærið svo allt saman. Hellið svo úr pottinum yfir kjúklinginn og skellið í ofn í 40 mínútur við 180 gráður. Niðurskornar sætar kartöflur í eldföstu móti. Olíu og smjöri helt yfir ásamt salti. Sett í ofn í 40 mínútur við 180 gráður.
Meðlæti: Steikt grænmeti, salat með vínberjum og hrísgrjón
Eftirréttur:
Ís með Marssósu
Í eftirrétt finnst mér ís með Marssósu einfalt og gott, það þarf stundum ekki að flækja hlutina til þess að þeir virki. Þarna þarf að bræða Mars í potti með rjóma og hella yfir ísinn. Gott er að skera jarðarber niður og setja út á ísinn, ekki skemmir að hafa þeyttan rjóma með.