Fréttir

Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum

Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA.  Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni  fotbolti.net  í dag.    Liðið hefur leikið heimaleiki sína á VÍS vellinum sem er heimavöllur  þeirra  og  karlaliðs Þórs en ástand vallaris er ekki gott  og eftir erfiða tíð s.l. daga er þetta niðurstaðan enda alltaf  keppikefli að leika við sem bestar aðstæður hverju sinni.

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri - Nýnemadagar fara fram dagana 27.-30. ágúst

Háskólinn á Akureyri hefur upplifað verulega aukningu í innritunum á undanförnum tveimur árum. Seinni greiðslufrestur skólagjalda var í vikunni og stefnir heildarfjöldi stúdenta yfir 2700 fyrir komandi skólaár. Þessi tala inniheldur þó ekki skiptinema, þá sem eru í námsleyfi, á undanþágu, gestanema eða þá sem munu brautskrást í október. Til samanburðar var heildarfjöldi virkra stúdenta í fyrra 2.638. Þessar tölur sýna að Háskólinn á Akureyri vex hratt og örugglega og býður jafnframt upp á eftirsóknarverða menntun á landsbyggðinni.

Lesa meira

Ísland undir vopnum

Fyrir rúmu ári hóf ég störf sem lögmaður aftur eftir um 8 ára hlé. Áður hafði ég starfað við lögmennsku í Reykjavík en á að auki að baki 20 ára starfsferil í lögreglunni á Akureyri. Mér er illa brugðið vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samfélaginu á undanförnum árum. Þær breytingar minntu harkalega á sig þegar barn gerði vopnaða árás á önnur börn á Menningarnótt í Reykjavík svo að eitt þeirra berst fyrir nú fyrir lífi sínu. Persónulegt og samfélagslegt tjón af slíkum atburði verður aldrei bætt.

Lesa meira

Áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri til yfirvalda um að bregðast við vegna stóraukinnar netsölu áfengis

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum:

  • Taka undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem fram komu í opinberu bréfi ráðherra þann 5. júní sl.
  • Í tilefni þess að rótgróin íslensk verslanakeðja, Hagkaup, áætlar að hefja áfengissölu til neytenda á næstu dögum skora félögin á yfirvöld að kveða strax upp úr um hvort slík sala sé lögleg. Yfirvöld geta ekki horft aðgerðarlaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi.
  • Í samþykktri stefnu Alþingis um lýðheilsustefnu til ársins 2030 segir að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu og að stjórnvöld skuli hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Í lögum um verslun með áfengi og tóbak segir að starfrækja skuli ÁTVR og að markmið laganna sé að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis og heildsölu tóbaks sem byggist á bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð, að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu, og að vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks og takmarka framboð á óæskilegum vörum.
  • Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

 

Lesa meira

Joris Rademaker opnar sýningu í Deiglunni í Listagilinu

Til sýnis eru ný þrívíð-og tvívíð verk unnin út frá trjágreinum

Lesa meira

Um 80 viðburðir á Akureyrarvöku

Bubbi, Draugaslóð, Víkingahátíð og fleira

Lesa meira

Akureyringurinn Grímseyingur

Á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar er liðurinn Akureyringar - þar sem ýmsir íbúar bæjarins eru kynntir, verkefni sem lá í dvala um tveggja ára skeið en hefur nú verið endurvakið og er nú komið að þriðja íbúanum sem að þessu sinni er Akureyringurinn Grímseyingur.

Lesa meira

Sundlauginn á Illugastöðum- Ljósa og kertakvöld í kvöld.

Senn líður að þvi að sundlaugin við endan á malbikinu eins og staðarhaldarar  nefna sundlaugina á Illugastöðum gjarnan loki eftir gott sumar.  Það er orðið að venju hjá þeim að brjóta upp normið og vera með ljósa og kertakvöld  undir lok timabilsins og það er einmitt i kvöld sem þannig verður.  

Lesa meira

Það er gúrkutíð

Við erum svolítið merkileg þjóð, eigum það til að fá dellu fyrir hinum ólíklegustu hlutum.  Ein slík sem hefur gripið okkur er að kaupa gúrkur og nota þær í allt og ekki neitt liggur mér við að segja.  Svo rammt  kveður að þessu ,,æði“ að borið hefur á skorti í verslunum á þessari áður nokkuð rólegu söluvöru. 

Lesa meira

Viltu úthluta milljarði?

Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 m.kr árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.



[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.

Lesa meira