Fréttir

Kaldbakur EA 1 nýmálaður og í topp standi

Lokið er við að mála ísfisktogara Samherja, Kaldbak EA 1, í Slippnum á Akureyri, auk þ‏ess sem unnið var að ‎ýmsum fyrirbyggjandi endurbótum. Ekki er langt síðan lokið var við svipaðar endurbætur á systurskipum Kaldbaks, Björgu EA 7 og Björgúlfi EA 312.

Sigurður Rögnvaldsson verkefnastjóri hjá útgerðarsviði Samherja segir að verkið hafi tekið um fjórar vikur og allar tímaáætlanir hafi staðist. Auk starfsfólks Slippsins komu nokkrir verktakar að endurbótunum. Hann segir mikilvægt að allur undirbúningur slíkra verkefna sé vandaður.

Skipin í góðu ásigkomulagi

„Skrokkur skipsins var málaður, einnig millidekk og lestarrými. Kaldbakur er sjö ára gamalt skip og þess vegna þótti skynsamlegt að ráðast í nokkrar endurbætur, svo sem upptekt á aðalvél og lagfæringar á stýrisbúnaði. Þessi systurskip hafa reynst afskaplega vel í alla staði en með tímanum þarf auðvitað að huga að fyrirbyggjandi endurbótum og þeim er nú lokið. Við getum hiklaust sagt að skipin séu í topp standi, þökk sé útgerð og áhöfnum skipanna.“

Skrúfan máluð til að draga úr olíunotkun

 

Kaldbakur í flotkví Slippsins á Akureyri

Skrúfan á Kaldbak var máluð með hágæða botnmálningu, sem ætlað er að draga úr olíunotkun. Skrúfan á Björgu EA var einnig máluð fyrir nokkru síðan með sömu málningu.

„Yfirleitt eru skrúfur skipa ekki málaðar en tilraunir með það hafa verið gerðar á undanförnum árum. Málningin hindrar að gróður festist á skrúfunni, sem eykur viðnám hennar í sjónum og þar með olíunotkun. Það er vissulega erfitt að mæla árangurinn nákvæmlega en við höfum trú á að þessi hágæða málning komi til með að skila tilætluðum árangri,“ segir Sigurður Rögnvaldsson.

 

Vandað til verka á öllum sviðum 

 

 

Lesa meira

Hagkvæmast að loka leikskólum í júlí þegar minnsta nýtingin er

Fræðslu- og lýðheilsuráð getur ekki orðið við beiðni sem barst fá mannauðsstjóra Sjúkrahússins á Akureyri um endurskoðun á lokun leikskóla bæjarins yfir sumarmánuðina.   Lokun leikskóla í júlí hefur valdið vandræðum með mönnun á SAk.

Lesa meira

Skoða uppsetningu á nýju gámasalerni fyrir sumarið

Einungis tvö salerni eru fyrir almenning í Lystigarðinum á Akureyri, „og löngu vitað að þau duga ekki fyrir allan þann fjölda sem garðinn sækir,“ segir Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild.

Lesa meira

Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir Í gegnum tíðina n.k föstudagskvöld

Leikdeild Umf. Eflingar frumsýnir leikritið  Í gegnum tíðina eftir Hörð Þór Benónýsson í félagsheimilinu Breiðumýri þann 1. mars n.k. kl. 20:00, þar sem sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu.  Fjölskyldumeðlimir lenda í hinum ýmsu aðstæðum og fléttast fjölmörg lög frá árunum 1950-1980 inn í sýninguna.

Lesa meira

Akureyrarbær samþykkir fyrstu stafrænu brunavarnaáætlun landsins

Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar til ársins 2027 var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 2. febrúar sl. Áætlunin er fyrsta stafræna brunavarnaáætlun landsins og markar samþykkt hennar stór tímamót í stafrænni lausn fyrir slökkviliðin.

Lesa meira

Út fyrir sviga

Lesa meira

Smíðaði hundrað myntmottur fyrir Frost í tilefni af Mottumars 2024

Næstkomandi föstudag, 1. mars, hefst Mottumars - hið árlega átak Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga þess um allt land. Mottumars er hvatningarátak til karla um að halda vöku sinni gagnvart þeim vágesti sem krabbamein er og í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Jafnframt hefur Mottumars það að markmiði að safna fjármunum til þess að styrkja krabbameinsfélögin í landinu í sínu þarfa og mikilvæga starfi.

Lesa meira

Anna María með brons í Króatíu

Góð frammistaða Akureyringa var á Evrópumeistaramótinu í bogfimi í Króatíu í síðustu viku.

Lesa meira

Framtíðin felst í nálægðinni

Á fimmtudaginn kemur býður Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við námsráðgjafa grunnskóla Akureyrarbæjar, grunnskólanemum að heimsækja skólann á Starfamessu og kynnast þar fyrirtækjum á svæðinu

Lesa meira

Vélfag opnar fimmtu starfsstöðina

Vélfag heldur áfram að stækka og opnar fimmtu starfsstöðina á Íslandi sem er staðsett við Njarðarnes 3-7 á Akureyri, þar sem Trésmiðjan Börkur var áður til húsa. Verksmiðjan sem er 2541,5 fm á stærð mun hýsa framleiðslu, lager og samsetningu auk skrifstofur.  

Lesa meira