Nýr Hleðslugarður ON á Glerártorgi

Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi   Mynd aðsend
Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi Mynd aðsend

Orka náttúrunnar hefur opnað Hleðslugarð á Glerártorgi. Þar geta viðskiptavinir hlaðið á 12 nýjum tengjum með afkastagetu allt að 480 kW á hverju tengi.Á stöðvunum er góður upplýsingaskjár og hægt er að velja leiðbeiningar á íslensku sem og öðrum tungumálum. Í Hleðslugarðinum var aðgengi fyrir öll haft í algeru fyrirrúmi segir í frétt ON.

„Við hjá Orku náttúrunnar erum einstaklega stolt af nýja Hleðslugarðinum á Glerártorgi sem og þeirri vegferð sem við erum á í því að stækka hleðslunet ON og leggja okkar af mörkum til orkuskiptanna.“segir Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar í tilkynningu.

Stutt er síðan ON tvöfaldaði tengin við Hof og mun sú staðsetning áfram vera í rekstri enda afar vinsæll áningarstaður þegar kemur að hleðslu rafbíla á Akureyri.


Athugasemdir

Nýjast