Mikið hjartans mál að vandað sé til verka við kennslu barna
„Árangurinn byggist fyrst og fremst á því hvað nemendur er áhugasamir, jákvæðir og vinnusamir, en það allt verður að vera til staðar ef árangur á að nást,“ segir Katrín Mist Haraldsdóttir sem ásamt Ingibjörgu Rún Jóhannesdóttur á og rekur DSA Listdansskóla Akureyrar. Stúlkur úr skólanum tóku á dögunum þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins Dance World Cup í Borgarleikhúsinu. Þær komu heim með gull í flokknum söngur og dans auk þess sem fimm silfur og tvö brons. Yngsti keppandinn var einungis 6 ára og kom norður með þrenn verðlaun. Heimsmeistaramótið verður haldið í Prag í sumar, og hafa öll atriði DSA unnið sér inn keppnisrétt. Þetta er í fimmta sinn sem DSA - Listdansskóli Akureyrar tekur þátt í Dance World Cup en þar koma saman rúmlega 100.000 börn frá 50 löndum.