Enginn sótti um lóð á Jaðarsvelli
Það kom fram á fundi skipulagsráðs í gær miðvikudag að enginn hafi gert tilboð í byggingarrétt á hóteli á Jaðarsvelli en frestur var til 13. mars s.l. Átta aðilar náðu í útboðsgögn.
Það kom fram á fundi skipulagsráðs í gær miðvikudag að enginn hafi gert tilboð í byggingarrétt á hóteli á Jaðarsvelli en frestur var til 13. mars s.l. Átta aðilar náðu í útboðsgögn.
Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.
Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.
Vísbendingar eru um að breytingar sem gerðar voru á gjaldskrá leikskóla og afsláttargjöldum um síðastliðin áramót hafi jákvæð áhrif á skólastarfið.
Leiðsagnarár til sérfræðiviðurkenningar eða „sérnám“ í hjúkrun er nú í boði árlega á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið sérnáms er að hjúkrunarfræðingar fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu klínísku fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum SAk. Að því tilefni skrifuðu tveir hjúkrunarfræðingar ásamt deildarstjórum, fræðslustjóra SAk og framkvæmdastjóra hjúkrunar undir samning á dögunum um að hefja sitt sérnám við SAk.
Það er Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.
Gestalistamaður Gilfélagsinns í mars Donat Prekorogja sýnir í Deiglunni á Akureyri, sal Gilfélagsinns. Sýningin opnar kl.17 á skírdag, fimmtudaginn 28. mars og er einungis opin þennan eina dag.
KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins 6-5 eftir vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið tvískiptur, Þór yfirspilaði KA í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk sem Sigfús Fannar Gunnarsson og Aron Ingi Magnússon skoruðu og fóru því með verðskuildaða forustu í hálfleik.
Myndlistarsýning Aðalsteins Þórssonar, Pappírspokar og persónulegt hreinlæti, opnar í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á skírdag þann 28. mars kl. 18.
Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári. Enginn sótti um og því ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.