Vinna við Leirustíg gengur vel

Nýr göngu-og hjólastígur við Leiruveginn á vafalaust eftir að njóta vinsælda. Hér eru félagar í Rafh…
Nýr göngu-og hjólastígur við Leiruveginn á vafalaust eftir að njóta vinsælda. Hér eru félagar í Rafhjólaklúbbi Akureyrar á ferðinni um stíginn

„Verkið gengur vel, það hefur verið mikill kraftur hjá verktakanum síðstliðinn mánuð og þetta skotgengur,” segir Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar hjá Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar um nýjan göngu- og hjólastíg sem unnið er að við Leiruveginn.

Búið er að malbika stíginn nær alla leið frá Drottningarbraut að Leirubrúnni, en Jónas segir að smákafla hafi verið sleppt til að hægt verði að koma niður tækjum á flatanum við brúnna þegar hafist verður handa við gerð áfangastaðar sem þar á að koma. Það var gert til að koma í veg fyrir að nýtt malbik myndi hugsanlega skemmast.

Næstu skref í verkefninu eru að setja upp vigt og er það á könnu Vegarðar og í framhaldin verður unnið að frágangi og uppsetningu lýsingar. Eitt tilboð barst í frágang og gerð áningarstaða við á Leirustíginnnum, frá Finni ehfh og var það upp á ríflega 27,7 milljónir króna. Tilboðið var samþykkt á síðasta fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Nýjast