Skítaveður framundan

Það eru liklega ekki mjög margir sem eu til í svona nokkuð.
Það eru liklega ekki mjög margir sem eu til í svona nokkuð.

Það er óhætt að segja að eftir ágætisveður s.l. daga snúist heldur betur til hins verra  og er útlit fyrir kulda, ringingu eða slyddu,  og snjókomu til fjalla út komandi viku!

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula og svo  appelsínugula viðvörun fyrir allt Norðurland og stóran hluta Austurlands.  Sú gula tekur gildi á miðnætti í kvöld  og verður  ríkjandi hér þar til síðdegis á morgun  en þá tekur appelsínugul viðvörun við og varir fram á þriðjudagskvöld.

Veðurspáin er afgerandi, þetta á við næsta sólarhringinn.:   Norðvestan 10-15 m/s og slydda eða snókoma á fjallvegum, úrkomu mest á Tröllaskaga. Færð gæti spillst og ferðamenn ættu að búast vetrarfærð.

Seinni partinn á morgun og fram á þriðjudagskvöld  er þetta  sboðað.:  Norðvestan 10-15 m/s og talsverð snjókoma á fjallvegum, einkum á Tröllaskaga. Samgöngutruflanir líklegar og ekki mælt með ferðalögum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur áhyggjur og sendi frá sér þessi varnaðarorð.  

,,Nú liggur fyrir að fyrsta haustlægðin er að koma inn yfir Norðurland og hefur Veðurstofan gefin út gula veðurviðvörun á Norðurlandi eystra frá miðnætti í nótt og fram til kl. 18:00 á morgun, mánudag. Þá mun taka við APPELSÍNUGUL viðvörun í sólarhring, þ.e. fram til kl. 18:00 á þriðjudag.
Það verður kalt í veðri og talsverð úrkoma með þessu. Viðvaranirnar eru aðallega vegna snjókomu og er ljóst að samgöngur geta raskast verulega, þá sér í lagi aðfaranótt þriðjudagsins.
Hvetjum við alla til að huga að þessu í sínu nærumhverfi og þá sér í lagi þá sem þurfa að fara um fjallvegi að vera rétt útbúin til þess varðandi dekkjabúnað.
Þá viljum við einnig hvetja bændur til að skoða sín mál varðandi búfénað og gera ráðstafanir telji þeir þess þörf.
Allar nánari upplýsingar er að finna á síðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar hverju sinni og hvetjum við ykkur öll sem þetta hret getur haft áhrif á að fylgjast þar vel með."
 
Fylgjumst vel með hverju framvindur og teflum ekki í tvísýnu.
 
 
 
 

 

Nýjast