Akureyrarvöllur - Vinna skal samkeppnislýsingu

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála á þessari góðu lóð.   Mynd  Vbl.
Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála á þessari góðu lóð. Mynd Vbl.

Framtíðarnýting  svæðisins sem í daglegu tali er nefnt Akureyrarvöllur var til umræðu á fundi skipulagsráðs í vikunni.

Samþykkt var að setja á laggirnar  vinnuhóp skipaðan 3 – 5 fulltrúum sem vinna eiga samkeppnislýsingu fyrir svæðið í samvinnu við starfsfólk skipulagsfulltrúa.  Meiningin er að þessi hópur verði mannaður á næsta fundi ráðsins. 

Jón Hjaltason vill spyrja bæjarbúa hvort þeir vilji yfirleitt byggja á svæðinu

Jón Hjaltason óháður lét bóka eftirfarandi:

Ég lýsi mig samþykkan því að settur sé á laggirnar umræddur vinnuhópur að því tilskildu að niðurstöður hans verði með öllum tiltækum ráðum - meðal annars á opinberum borgarafundi - lagðar í dóm Akureyringa. Betra samt væri þó að skoða hugi bæjarbúa varðandi þá einföldu spurningu hvort þeir vilji yfir höfuð að byggt sé á Akureyrarvelli. Það er hið eðlilega fyrsta skref.

Nýjast