20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Brostnir draumar og óbilandi von - Með kveðjum frá Gaza
Í kjölfar viðtals sem Vikublaðið tók við Kristínu S. Bjarnadóttur og birt var í blaðinu og á vef á dögunum hefur hefur nokkuð verið um það að okkur hafi borist skilaboð gegnum Facbook frá fólki í neyð á Gaza. Lýsingarnar eru sláandi og gefa mynd af stöðu sem mjög erfitt er fyrir okkur sem höfum áhyggjur af snjókomu í september að ímynda okkur hvernig sé.
Ein af þeim sem hefur sent okkur skilaboð er May Ashqar gift kona og móðir. May Ashqar kýs að skrifa okkur að mestu í þriðju persónu og er það gott og vel.
Brostnir draumar og óbilandi von: Vegferð Iyads Alkrunz í gegnum stríð, með seiglu.
Lífsbaráttan
Þessar skelfilegu aðstæður hafa ekki aðeins svipt Iyad og fjölskyldu heimili sínu; hafa þau einnig verið svipt brýnustu nauðsynjum og hafa þau þurft að upplifa gífurlegan ótta. Skortur á mat, vatni og sjúkrabirgðum hafa breytt daglegu lífi þeirra í hreina lífsbaráttu. Bjarta framtíðin sem Iyad sá fyrir sig og May, eiginkonu hans, og ungu dóttur þeirra hefur verið skipt út fyrir stöðuga ógn um ofbeldi og baráttu við hungur og skort sem virðist engan enda ætla að taka.
Hjónin , meðan allt lék í lindi
Vonarglæta innan örvæntingar
Þrátt fyrir allar hörmungarnar, er Iyad ákveðinn að endurreisa líf sitt. Draumar hans um að stunda doktorsnám eru tákn um von hans um bjarta framtíð handan allrar eyðileggingarinnar og ofbeldisins. Iyad hefur sótt um skólastyrki og leitað af tækifærum til að flýja þetta hörmulega stríð, en leiðin að öryggi og stöðugleika reynist þrungin áskorun.
Beiðni um samkennd
Saga Iyads og fjölskyldu er sönn áminning um grimman veruleika sem fólk á Gaza á býr við. Seigla hans á meðan hann býr við skelfilegar aðstæður er bæði hvetjandi og hjartnæm. Baráttan sem Iyad og fjölskylda hans hafa þurft að ganga í gegnum undirstrikar brýna þörf fyrir stuðningi og samstöðu.
Samaher litla á heimaslóðum í dag.
Hvernig getur þú skipt sköpum
Stuðningurinn við vegferð Iyads felur í sér meira en aðeins fjárhagslegan stuðning - snýst hann einnig um að byggja upp reisn og von fyrir fjölskyldu sem hefur glatað svo,svo miklu. Framlög sem aðstoða þau að lifa af og flýja til skjóls, ásamt því að tala fyrir því að þau komist á öruggan stað, getut það skipt sköpum þegar kemur að því að endurreisa líf þeirra.
Saga Iyads er vitnisburður um viðvarandi seiglu mannsandans, þrátt fyrir hörmulegt mótlæti. Með því að standa með honumog fjölskyldu hans, getum við boðið fram vonarglætu í skugga stríðsátaka og þjáninga.
Svo mörg voru þau orð gott fólk, myndirnar sem fylgja hér með tala líka sínu máli. Vinir þeirra hjóna hafa stofnað reikning á Go found me og þar er hægt sé viji fyrir þvi að láta eitthvað af hendi rakna, gott að hafa í huga að hver króna telur, margt smátt gerir alltaf eitt stórt.
Slóðin hér vísar á söfnunina
https://www.gofundme.com/f/persistence-amidst-tragedy-a-palestinians-pursuit-of-safet