6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
50 þúsund lyfjaskammtar á Akureyri
Heimahjúkrun HSN á Akureyri hefur náð þeim merka áfanga að hafa gefið 50.000 lyfjaskammta með aðstoð Evondos lyfjaskammtara. Mikill ávinningur er af notkun lyfjaskammtara, vitjunum hefur fækkað og þá gefst meiri tími til að sinna öðrum verkefnum.
Notkun lyfjaskammtaranna hefur gert heimahjúkrun kleift að draga úr lyfjainnlitum hjá skjólstæðingum sínum, á sama tíma og tryggt er að vel sé staðið að lyfjagjöfum og umsjón með skjólstæðingum. Með tilkomu Evondos lyfjaskammtaranna hefur meðferðarheldni hjá skjólstæðingum HSN heimahjúkrunar náð 99,4% að meðaltali, og starfsfólkið hefur meiri tíma til að sinna öðrum verkefnum.
Góð viðbót við okkar þjónustu
Eva Björg Guðmundsdóttir deildarstjóri í heimahjúkrun og Eva Magnúsdóttir teymistjóri í heimahjúkrun, á Akureyri hafa haldið utan um verkefnið sem og innleiðinguna á Akureyri. Þær segja að Heimahjúkrun a Akureyri hafi farið í innleiðingu á lyfjaskömmturum frá EVondos snemma árs 2022. „ Lyfjaskammtararnir eru sérlega góð viðbót við okkar þjónustu við það fólk sem býr í heimahúsi og þeir hafa gert okkur kleift að veita faglegri og gæðameiri hjúkrun,“ segja þær.
Með innleiðingu lyfjaskammtaranna hefur náðst mikill ávinningur. Tekist hefur að fækka vitjunum, öryggi hefur aukist, bætt meðferðarheldni og lífsgæði skjólstæðinga hefur aukist. „Við finnum að það er mikil ánægja með þetta hjá okkar skjólstæðingum sem þurfa nú ekki að bíða eftir að við komum í heimsókn til að sjá um lyfjagjöf, en með því að nota lyfjaskammtara fá þeir lyfin sín alltaf á réttum tíma. Með þessu fyrirkomulagi bjóðum við upp á betri þjónustu og það er ánægjulegt fyrir alla.“
Fljót að aðlagast breyttum vinnuaðferðum
Icepharma velferð sem þjónustar þessa tæknilausn á Íslandi hefur að þeirra sögn reynst gríðarlega vel og samstarf verið til fyrirmyndar. „ Icepharma veitir faglega og góða þjónustu sem og einnig er starfsfólk aðgengilegt þegar eitthvað er varðandi þessa tæknilausn. Innleiðing gekk vel en þar skipti sköpum hversu vel Icepharma hélt utan um hvert skref og veitti góða fræðslu til starfsfólks heimahjúkrunar.“
„HSN heimahjúkrun getur verið stolt af öflugu og faglegu starfsfólki sínu sem hefur fljótt aðlagast breyttum vinnuaðferðum með tilkomu lyfjaskammtaranna„ segir „segir Stefanía Fanney Björgvinsdóttir Viðskiptastjóri Icepharma Velferð“